Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 211
BÚNAÐARRIT
207
hér væri, og byggi hún við sömu kjör og íslendingar,
þá hagaði hún sér ekki hóti betur en þeir í þessu efni,
— að öðru leyti en því, að eg held að þingmenn og
aðrir stjóinmálamenn, hverrar þjóðar sem væri, mundu,
ef þeir væru á íslandi, láta það vera fyrsta verk sitt, að
beita allra bragða til þess, að afstýra þeirri hættu, sem
þessari þjóð heflr ávalt staðið, og stendur ennþá, af
víkingunum grænlenzku, sem leggjast um landið þeg-
ar minst varir og gera hér strandhögg. — En stjórn-
málamenn íslendinga hafa ekki ennþá gert neinar ai-
varlegar ráðstafanir til landvarnar gegn þessum óvinum
okkar.
Engin landstjórn lætur sér óviðkomandi að verja
þjóð sína fyrir árásum utan að. Engin landstjórn ætlast
til þess, að hver einstaklingnr sjái um sig í þessu efni
— að hver heimilisfaðir verji sig og sína heimilismenn
fyrii útlendum árásum. Stjórnirnar hafa lengi kostað
landvarnirnar af almannafé, en landsmenn eru auðvitað
skyldir ti), að taka persónulega þátt í þeirri vörn eftir
þörfum, en alt undir leiðsögu og forsjá stjórnarinnar.
Allir leggja fram féð til landvarnanna án til-
lits til þess, liverjum landsmönnum stafar fyrst
og fremst hætta af óvinuuum.
Samkvæmt þessari venju ætti landstjórnin okkar að
iáta það vera sitt fyrsta og mesta áhugamál framvegis,
að koma á fót skipulegri, víðtækri og öílugri land-
vörn, kostaðri að miklu leyti eða raestu leyti af
alinannafé, móti liinum eina óvin þjóðarinnar —
hafísnum — sem ávalt situr á svikráðum við þjóðina,
og. reynsla 1000 ára er búin að sýna að samtakalaus
framsýni og framtaksemi einstaklinganna fær ekki rönd
við reist.
Allar mentaþjóðir leggja kapp á það, að fá almenn-
ing til að tryggja eignir sinar móti því tjóni, sem nátt-
úruöflin einatt geta unnið fljótlega og fyrirvaralaust. Má
það verða með tvennu móti: með því að koma í veg