Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 22
18
BÚNAÐARRIT
um ósköpum, aðallega ]>ví sem svarar meiri þykt tróðs-
ins. Tróð er hvort. heldur sem er áður óumflýjanlegt.
Breidd og lengd hússins myndi aukask um 10—12" í
mesta lagi, en þessi kostnaðarauki er óumflýjaniegur og:
myndi borga sig vel.
Önnur Þó slík veggjagerð, sem hér er lýst,.
vandkvæöi. væri að öllu góð og gild og nægði fylli-
lega til þess að gera vegggina ágætlega
hlýja, þá fer því fjærri, að húsið hlyti að verða alls-
kostar hlýtt fyrir það. Kuldi og jafnvel vatn getur
brotist aðrar leiðir en gegnum sjálfa veggina, Helzta
þjóðbrautin eru veggjagötin, gluggai og dyr.
Við gluggana er einkum tvent að athuga. Milli
gluggakistu (karms) og múrs verður ætíð rifa, glugga-
gættin, sem ilt er að þétta. Þó gluggakistan væri steypt
i vegginn, og þó gerðar væru rennur í hana að utan,
sem steinlím félli í og myndaði þannig steypulista, sem
greyptur væri inn í kistuna, þá verður aldrei fyrir það
byrgt, að tréð gisnar í þurkum og bólgnar í vætum,
svo ætíð verður rifa milli múrs og gluggakístu, sem
vindur blæs í gegnum og vatn getur gengið í. Það
hefur aldrei fundist verulega gott ráð til þess, að þétta
þessar gluggagættir, sízt til langframa. Bezta aðferðin
er ef til vill að troða vandlega tjöruhampi milli múis
og gluggakistu, og er þó ekki allskostar góð. Sömu
vandkvæði koma fram við dyr og önnur veggjagöt.
Annað vandkvæðið eru sjálflr gluggarnir. Einfalt
gluggaglerið er svo þunt, að gluggarnir kæla húsið stór-
lega, og auk þess vilja oft verða rifur með glugga-
grindinni.
Þá stafar oft ekki lítill kuldi frá útidyrunum, eink-
um þegar veður st.endur á þær. Nái kalda loftið að blása
langt inn í hús, upp stiga og því um líkt, brýzt það
inn um alt, hvenær sem um dyrnar er gengið, og þó
hurðin sé lokuð eru ætíð rifur með henni, sem kalt loft