Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 172
168
BÚNAÐARRIT
Hesjur. Hesjur eru algengar í Noregi og Sviþjóð.
Sagði statskonsúlent Teig mér, að ekki myndi hann
eftir, að taða hefði ekki þornað á 14 dögum á hesjum,
jafnvel í kringum Bergen, sem þó meðal annars er fræg-
ur bær fyrir regn.
Eg reyndi hesjur í sumar. Rak eg niður 21 staur
í túnið með tæpum 4 metrum á milli (75 m. alls). A
þá festi eg 7 vírstrengi með 15 cm. millibili. Breiddi
eg svo töðuna hráa og blauta á þetta og batt hana
ilmandi og græna, skráþura eftir 8 daga. Voru það
vænir 12 hestar.
Nú er þess að gæta, að eg hefi aldrei gert þetta
áður; var margt í ólagi, vantaði hæfilega staura og vir.
Auk þess mega böndín vera íleiri, minst 10—12, eða
um 2 metrar á hæð, en sennilega þarf að vera 40—50cm.
undir neðsta strenginn, og ekki má láta of mikið á hann.
Ef eg ætti nokkuð að Segja um þetta, virðist mér
það vera frágangssök í þurkatið, en hreinasta snjallrœði
í óþurJcatíð. Vildi eg mælast til að fleiri reyndu.
Það sem mér finst helzt mæli á móti hesjunum
er hvað erfitt mundi og dýrt að ganga vel frá þeim í
lausum jarðvegi, svo þær stæðu í hvassviðri. Því auð-
vitað taka þær á sig talsvert veður, þegar þær eru orðnar
2 metra háar. Að vísu blæs mikið í gegnurn þær, svo
það er minna en sýnist vera. Styrkja mætti hesjurnar
með stögum, líkt og tjaldstögum hælfestum,til beggja hliða.
Annan tel eg ókostinn, og það er hversu mikið
verk er að hesja heyið. Norðmenn telja nóg dagsverk,
að hesja 5 hesta af heyi,.og ætla þeir 10 metra af hes-
jum undir hestinn. En ekkert verk er þetta, nema handa
aumum kerlingum eða krökkum, og svo má komast af
með færri metra, ef hesjurnar eru hafðar nógu háar.
En afar-mikill kostur má það heita, að vera laus
við heyið og hafa bjargað því úr allri hættu, þegar það
er komið á hesjurnar, eins og Norðmenn halda fiam og
eg vil trúa. Kæmi sér oft vel að eiga talsverðan hesju-