Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 206
202
BÚNAÐARRIT
1874 stofnuðu nokkrir ungir menn í Svínavatnshreppi
félag, sem starfa átti að ýmsum framfaramálum i hreppn-
um. Eitt af þvi, sem félagið tók fyrir, var að velja 2
menn úr sínum flokki til að skoða allan búpening í
hreppnum, sem félagsmenn hðfðu hirt að vetrinum.
Áttu skoðunarmenn að gefa vitnisburði fyrir hirðinguna,
sem lesnir skyldu upp á félagsfundi. Þetta félag stóð
og starfaði fáein ár, en vaið að hætta, því félagsmenn
dreifðust; sumir fluttu burt úr hreppnum og sumir fóru
að búa. En bændur söknuðu skoðananna, og á búnaðar-
félagsfundi á Sólheimum 1879 var viðtekið, að kjósa 2
menn á hreppskilaþingum haust hvert til að skoða
hey og búfénað allan i hreppnum tvisvar á vetri hver-
jum, um það leyti, sem fé var tekið inn að haustinu,
og að vorinu áður en fé var slept. Seinna var þessu
breytt svo, að fyrri skoðunin var gerð milli nýjárs og þorra.
Kosnir voru þeir Ingvar Þorsteinsson á Sólheimum og
Jón Guðmundsson á Guðlaugsstöðum, og höfðu þeir
þessar heyja og fépaðar skoðanir á hendi í 8 ár samfleytt.
Sömdu þeir skýrslu um skoðanirnar á hverju ári og
gáfu vitnisburði fyrir öll atriði hirðingar. Skýrslan var
lesin upp á búnaðarfélagsfundi haustið eftir. Yoru þá
valdir 2 menn til að útbýta verðlaunum, 4, 6 og 8
krónum, fyrir góða hirðíngu. Pengu fjósakonur stundum
verðlaun. Alt gekk vel þessi 8 ár, meðan þeir Ingvar
og Jón voru skoðunarmenn. Enginn varð heylaus, og
heyfyrningar söfnuðust yfirleitt. Á þessu tímabili voru
þó harðindin miklu 1882, sem feldu fénað unnvörpum í
flestum hreppum. Að eins kom fyrir, að einstöku bóndi
varð töðulaus, en þó ekki fyr en 6—8 vikur af sumri,
og aldrei til vandræða. Að þessum 8 árum liðnum
fengust þeir Ingvar og Jón ekki lengur til að skoða,
mest af því, að öllum störfum í hreppnum var dembt
á þá. Voru þá valdir aðrir 2 menn, er skoðuðu einn
vetur. Við þeirra skoðanir þótti ýmislegt athugavert,
og varð svo ekki af skoðunum eftir það. — Að síðustu