Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 178
174
BÚNAÐARRIT
lega í 60°—70°. Duglegastur er Bac. calfactor við 60°
hita, en við 70° hættir hann allri starfsemi.
Nú álíta menn, að hey-gerillinn svonefndi (Bac.
subtilis) hafi litla sem enga þýðingu hvað þetta atriði
snertir. En hvað er það þá, sem veldur hita í heyjum,
þegar kemur yfir 70° C.? Það vita menn ekki með
vissu, en til eru ýmsar getgátur, og er þessi hin senni-
legasta:
Áköf gerð myndast við starfsemi geilanna, og við
60—70° hita ieysast i sundur skyndilega hin iífrænu
efni heysins. Við þennan hita er heyið brunnið eftir
mánaðartíma, heyið er orðið svart, stökt, einskonar liey-
kol eru mynduð. Þau eru afar-laus í sér, smáeygð, og
geta líkt og platin-svampur sogið í sig súrefni á yflr-
borðinu og þétt það. En við það myndast ný sýring,
hreint efnafræðislega, án milligöngu nokkurra smávera,
sem venjulega á sér stað við enn þá hærri hitastig.
Hér geta það verið sjálf heykolin, sem sýrast og
mynda hita, líkt og þá er kol brenna á arni, en sennilega
eru það þó ýmsar gastegundir, sem myndast meðan á
heybrunanum stendur, er sýrast auðveidlega. Þekki eg
eitt slíkt dæmi, þar sem skyndilega kviknaði á slikun)
gastegundum, og alt stóð í björtu báli.
Athugavert er það, að engu heyi er eins hætt við
að brenna, loga, eins og hálfbrendu, uppleystu heyi,
ef hiti kemst í það í annað sinn.
Varnir gegn hita i heyjum.
Af því sem á undan er gengið mun það vera aug-
ljóst, að heizta ráðið til þess, að forðast eða verjast hita
1 heyi, er fyrst og fremst að hirða ekki hrátt hey með
lifandi frumum. En noyðumst við til þess af ýmsum
ástæðum, er mjög áriðandi að varna lofti að komast
að heyinu, til þess að komast hjá efnabruna og tjóni því,
sem af honum hlýzt.