Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 32
28
BÚNAÐARRIT
menn kunna meö að fara og eru vegna vanans hættir
að meta þau lífsþægindi, er framfarir mannkynsins í
þessu efni hafa í för með sér. Eldspýtnastokkurinn
kostar nú á tímum ekki nema 1—2 aura hjá okkur, en
villimenn kaupa þær fyrir fílabein og rostungstennur.
Það er mun þægilegra að kveikja á þeim en að slá eld-
inn úr stáli eða eldtinnum eða að núa spýtum saman
milli handanna, þar til þær hitna svo að í þeim lcviknar.
Alstaðar logar eldurinn, þar sem rnenn búa. Hann
er okkur nauðsynlegur í daglegu lífi, þó að hann sé dýr,
því það kostar erfiði og mikið fé að nota hann.
Alt það eldsneyti, sem notað er í heiminum, er
ekki smávægilegt, en menn eru svo lánsamir, að heim-
urinn er gagnauðugur af eldivið í ýmsum myndum,
Skógurinn hylur löndin, mórinn myndar yfirborðið á
mörgum stöðum, kolin finnast í víðáttumiklum lögum
neðanjarðar, og steinolían flýtur í lindum á yfirborði
jarðar. Þar sem skógurinn er, eru trén höggvin upp og
notuð til húsagerðar og annars smíðis, og sumt til eldi-
viðar. Kolin eru brotin og þeim brent í ofnum og elda-
vélum, og mórinn er stunginn upp og þurkaður eða
molaður sundur og fergður síðan, áður en hann er not-
aður til eldsneytis. Steinoliunni er ausið upp og hún
hreinsuð við seyðslu og notuð síðan til ijósmetis, og
skipin og eimreiðarnar, sem knúðar eru af afli eldsins,
ílytja meðal annars þetta eldsneyti til fjarlægra landa
og hóraða, þaðan sem mestur forðinn er fyrir og þang-
að sern náttúran er snauðari af nothæfum efnum til
eldiviðar.
Það er ekki fyrirhafnarlaust að ná eldiviðnum, t. d.
kolunum, úr iðrum jarðarinnar í mörg hundruð rnetra
dýpi, brjóta þau þar og draga þau upp og flytja þau á
markaðinn; en nú eru áhöld mannanna orðin svo full-
komin, að þetta borgar sig þó vel, og þau lönd fela
mikinn auð í skauti sínu, sem eiga auðugar kolanámur,
og þó að gæðunum sé misjafnlega skift á löndin, þá