Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 299
BÚNAÐARRIT
295
Bótt það sé rétt, að erfitt sé allvíða á Vestfjörðum að
vinna þessar jarðabætur, þá er þó, þegar um er að ræða
héraðið í heild sinni, varla svo sérstaklega ástatt þar að
þessu leyti, að ekki finnist liinir sömu annmarkar allvíða
annarstaðar á landinu. Getur því ekki verið rétt að gera
þessa breylingu fyrir Vestfirði eina. Ennfremur er það
augljóst, að ef vikið er frá þeirri reglu, sem nú gildir, að
leggja jarðabætur í dagsverk eftir sama mælikvarða um
land alt, þá yrði mjög örðugt að setja fastar reglur um
þetta, sem orðið gætu sanngjarnari en þær er nú gilda.
Breytingin, sem farið er fram á í beiðni þessari, mundi
þvi valda vafningum og glundroða, og fremur auka mis-
rétti en minka það.
Á það má einnig líta, að bér er um mjög óverulega
hagsmuni að ræða fyrir Vestfirðinga, þótt þeir fengi þessa
ósk sína uppfylta.
Árið 1910 voru t. d. jarðabætur á Vestfjörðum þessar:
í Barðastrandarsýslu . . 1720 dagsverk
í ísaljarðarsj'rslu .... 1410 —»—
í Strandasýslu............ 2934 —» —
Búnaðarfélagastyrkurinn var 1911 rúmir 20 aurar á
dagsverk, hækkunin 6,0 aurar á dagsverkið hefði þá numið
400 kr. fyrir Vestfirði alla, en í fyrra var styrkurinn aðeins
15 aurar á dagsverk, og með sömu dagsverkatölu og 1910
liefðu Vestfirðingar þá fengið kr. 303,35 meiri styrk, ef sú
breyting liefði þá verið gerð, sem þeir nú fara tram á.
Styrkhækkunin hefði skipzt þannig á sýslurnar:
Slrandasýsla............kr. 146,85
Barðastrandarsýsla . . — 86,00
ísafjarðarsýsla .... — 70,50
Samtals kr. 303,35
Ilér er auðsjáanlega um svo litla liagsmuni að ræða fyrir
Vestfirðinga, að ekki getur verið tilvinnandi að raska þess
vegna þeirri reglu, sem nú er fylgt, og eiga hinsvegar á
hættu að lenda í ógöngum mcð það, sem koma ætti í staðinn.
Iínn er á það að líta, að jarðabótaskýrslurnar verða
mun óljósari til heildaryfirlits, ef ekki er lagt eins í dags-
verk um land alt.