Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 48
44
BÚNAÐARRIT
tölum, er alstaöar eigi við, því að það er efalaust afar-
breytilegt eftir staðháttum, jarðvegi, veðurlagi og rækt-
unarháttum, en svo er töðumagnið ekki eini mælikvarð-
inn, heldur líka verð töðunnar, og það er svo afarbreyti-
legt á ýmsum st.öðum í landinu, að munað getur um
helming eða meira, t. d. frá 4 — 8 krónum fyrir hest-
burðinn (100 kg.), og því dýrara sem heyið er, því
minni uppskeruauka þarf tíl þess að fá áburðinn borgaðan.
Af því sem áður er sagt sést, að jafngildi 1 hest-
burðs (100 kg.) af kolum er
100 X 7190
3420
= 210 kg. af
þurru sauðataði, en þegar það er notað til áburðar, er
það auðvitað ekki þurkað fyrst, heldur notað eins og
það kemur fyrir út úr húsunum. Við rannsóknirnar
kom í ljós, að taðið léttist við þurkinn um 64,8°/o, og
þessi 210 kg. af þurru taði samsvara því
210 X 100
35,2
= 596 kg. af nýju taði óþurkuðu. Það er rétt urn 6
hestar.
Geta nú 6 hestar af nýju sauðataði gefið svo mikið
af töðu, að hún að kostnaði við túnræktina frádregnum
geti borgað 1 hestburð (100 kg.) af kolum heimfluttum
eða kostnaðinn við að stinga upp og hagnýta svo mikið
af mó, sem að brunagildi jafnast við 100 kg. af kolum,
100 X 7190
en það eru ----—— ----= 250 kg. eða 21/* hestburður?
2891
Þetta ættu menn að bera saman við reynslu sína,
og eg efast ekki um, að reynsla manna i þessu efni
verði mismunandi.
Eg skal benda á, hvaða líkindi eru til að þetta
mundi borga sig.
Við efnarannsóknina kom í ljós, að loftþurkað tað
innihélt:
Af köfnunarefni.......................2,33%
— fosfórsýru............................ 0,59%
kaií.................................2,56%