Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 62
58
BÚNAÐARRIT
Byrjab var á því að grafa brunn og byggja hús,
sem er 18 álnir á lengd og 10 álnir á breidd; það er
einlyft, með 5 álna risi; hæð undir loft er 53/í alin.
Súg-opið („trekkportið") á mæni hússins er 6X3X2V2
alin. Stafir, bitar, fótstykki, lausholt og aðrir innviðir
í húsgrindinni eru 4 X 5", 5 X 5" og 4X 6". I-Iúsið altjárn-
klætt utan á grindina.
Miðpartur af gólfrúmi hússins er afþiljaður til þess
að þurka í ull, og eru það 15 álnir af lengd þess og
2V2 alin af breiddinni.
Loftið í húsinu er notað fyrir óhreina ull, og er
hún iátin falla ofan um gat, sem er á loftinu, eftir því
sem hún er tekin til þvotta.
Suðurhliðin er notuð til þess að sekkja uliina og
ganga frá henni til útfiutnings.
Með allri norðurhliðinni eru áhöldin, sem brúkuð
eru við ullarþvottinn, og er yzt við dyrnar mótor, þá
ker úr galvan. járnþynnum, og er það hólfað í sundur
í miðju; í því er ullin látin liggja í bieyti, áður en hún
-er þvegin. Brunndæla er innar af þessu keri, og dælir
hún vatni úr brunni, sem er 50 álnir frá húsinu; mótor-
inn knýr hana áfram.
Fyrir innan brunndæluna er stórt sporöskjulagað
ker úr galv. járnþynnum, og er það með tveimur botn-
um , og 3" skilrúm á milli þeirra; i því er uliin þvegin
úr köldu vatni. Inst i húsinu er þurkvól („centrifuge").
Hún gengur fyrir hreyfiafli mótorsins. Úr gufukatli, sem
stendur fyrir utan húsið, er ieidd gufa eftir pípum inn
i þurkklefann og í bleytikerin; hitar hún vatnið upp í
bleytikerunum í ákveðið hit.astig. í hliðinni á þurkklefan-
um er loftspjald („ventilator"), sem þeytir nýju lofti inn
í klefann, til að flýta fyrir þurkuninni.
Mótorinn, sem notaður er, er 4 hesta „Dan“, en
hann reyndist heldur kraftlítill til þess að snúa þurkvél-
inni og brunndælunni undir eins.
Eins og getið er áður, er bleytikerinu skift í tvö