Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 35
BÚNAÐARRIT
31
fleiri hallast að þeirri skoðun, að eldavélarnar mundu
eyða minni eldivið. Það virðist líka liggja nokkurn
veginn í augum uppi, þó ekki sé hægt að sanna það
með tölum, að opnu hlóðirnar hljóti að vera eldiviðar-
hít, er eyði eldiviðnum langt um þarflr fram, þar sem
litla sem enga stjórn er hægt að hafa á súgnum og
brunanum, þegar alt er opið frá öllum hliðum1).
Að hinu leytinu eiga eldavélarnar ekki saman nema
nafnið, og slæmar eldavélar eru sennilega mikið verri
en opnar hlóðir í höndum hirðusamrar og sparsamrar
húsfreyju. Sú skoðun sumra, að eldavélar eyði meiri
eldivið en opnar hlóðir, held eg að byggist fyrst og frernst
á því, að menn hafl aðeins reynt slæmar eldavélar, og
í öðrU lagi á því, að þar sem eldavélar hafa verið keypt-
ar, hafa menn farið að nota eldinn meira en áður; en
auðvitað er það ekki eldavélunum sjálfum að kenna,
heldur aukinni ej'ðslusemi og ef til vill meiri fuilnæg-
ingu á kröfum manna og þörfum.
Vegna þess að eg efast um að menn hafi gert sér
grein fyrir eldivíðareyðslunni alment, þá hef eg grensl-
ast eftir, hvað mikið muni eyðast hér í matarfélagi
námssveina, og hefur mér talist svo til, að daglega muni
eyðast rúm 25 kg. (rúm 50 pd.) af kolum, til þess að
kynda eina eidavél og matbúa handa 30 manns. Það
samsvarar 9—10 tonna eyðslu yfir árið, og sé tonnið
metið á 30 kr. heimflutt, ætti eyðslan yflr árið að nema
alt að 300 krónum. Nú er alt brauð bakað í sérstök-
unr ofni, og lætur næni, að hann eyði 1 tonni af kol-
1) Um ofna og eldavélar liefur víst lítið vevið ritað á is-
lenzku annað en það, sem Asgeir Torfason hefur ritað um mó-
°fna í ritgerð sinni í Eimreiðinni 190ö: Mór. Nokkuð má lesa um
þetta i Salmonsens Konversationsleksikon: Kogerindretninger,
°g í Th. Madsen-RIygdal: Landbrugets Ordbog. Kakkelovne.
Talið er að í venjulegum ofnum notist um 50°/o af hita elds-
neytisins, en þó hafa verið smiðaðir ofnar, en nota alt að 96,ji°/o
af hitanum (Recks patenterede Spalteovn), og getur það sj'-nt
þýðingu þess, að vel sé um eldstæðin búið.