Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 336
332
BÚNAÐAKRIT
Skýrsla
um tilraunastöö Búnaðarsambands Vestfjarða
á ísafirði 1912.
Undirbúningnr landsins. Eftir nákvæma athugun á til-
raunasvæðinu varð það ljóst, að livergi varð íengið svo
víðáttumikið svæði samfell, með svipaðri moldardýpt og
sömu jarðvegstegundum, að rétt þætti að mæla fyrir regiu-
legum tilraunum, er birta mætti almenningi sem ályktun-
arfærar.
Landinu er svo háttað, að ieir- og malarhryggir liggja
um alt svæðið, en á milli mýrarblettir með 1 til 4 feta
djúpum torf- og svarðjarðvegi. Ró er á einum stað allstór,
samfeldur mýrlendisfláki, en hann er hvergi nærri vel rotn-
aður enn, og því eigi hæfur til tilrauna.
Tilraunir þær, er gerðar voru fyrra ár með grasteg-
undir, voru plægðar upp, því samanburður á þeim hefði
sýnilega orðið villandi vegna mismunandi jarðvegs á því
svæði.
Landið var alt plægt, en það eitt herfað, er minst var
rotnað og torfkendast. Kom nú í Ijós, sem vænta mátti,
að mikið er enn eftir af grjóti, er nálgast yfirborðið við
vetrarfrostin og lilfærslu við plæging og lierfun.
Það kom og í ljós, og var áður víst, að nálega alt til-
raunasvæðið var ónægilega þurkað. Ræsi þurka mjög
skamt frá sér, því leir, malarhröngl og mýrarjörð skiftast á
i beltum, og liggur því vatnið ýmist uppi í yfirborði, eða
sex fet undir þvi.
Eigi var unt að þurka meira en þriðja hluta stöðvar-
innar svo snemma, að eigi tefði sáningu lil stórtjóns.
Auk þeirra smáræsa og aukaræsa, er nauðsynleg þóttu,
var gert eitt ræsi ofanvert í stöðinni, nær því girðinga í
milli. Er það nær íimm feta djúpt, og fylt með grjóti alveg
upp úr. Var síðan lagður vegur ofan yfir því, svo eigi
skyldi plógur raska því. Enn er þó ólagt um 180 metrar
af þcim ræsum, er áætluð voru; vanst eigi tirni til þess
síðastfiðið vor.
Áburður. Ekki er það vafa bundið, að áburður var alt
of lítill. Þó var enginn sá blettur, er ekki fengi nokkurn
áburð. Húsdýraáburður reyndist belur til sprettu en til-