Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 225
BÚNAÐAKRIT
221
Hér er enginn útigangur fyrir hross; þau eru því
þung á fóðrurn. Það borgaði sig því að selja 2 hross
fyrir 2 vagna og 2 aktýgi; það er fóðurléttara. Nú get
eg líka haft 2—3 kúm fleira en áður, og borga þær sig
betur en óþörf hross. Sama er um sauðfé.
Eg tala ekki um þægindin við það, að þurfa aldrei
bagga að binda — nema heyið oftast enn. Þó er það
óþarft, þar sem koma má vagni að flekk eða sæti“.
Þetta segir nú þessi karl, „ráðinn og roskinn" bóndi.
Eg hefi fært akbrautamálið í metra, eins og nú er talið,
en 1 metri er rúm 3 fet, 2 metrar 1 faðmur og 5 þml.
Af þessari skýrslu, sem eg veit að er í alla staði
sönn og rétt, má sjá, að gera má nothæfar akbrautir
ineð litlum kostnaði, þó landið sé ekki slétt eða greið-
fært, ef að eins ekki er um brött fjöll að fara eða fasta
kletta, sem ekki verður hjá sneitt. Yfir ár má fara á
vöðum, ef gott er í botninn og ekki rennur mikið upp
í vagninn.
Brattar brekkur, 1 á 5—10, ■ mega helzt ekki vera
langar, ef hjá verður komizt. Stuttar brekkur, sem hest-
urinn getur tekið í einum rykk, saka ekki, einkurn ef
þess er gætt, að ýta þá á eftir vagninum. En sé um
langa brekku að ræða, og hvíla þurfi í henni, verður
ökumaður að hafa með sér 2 smásteina, til að setja
aftan undir hjólin, meðan hesturinn hvílist. Aktaum-
arnir eiga ætíð að vera svo langir, að nái vel aftur fyrir
vagninn, svo stýra megi hestinum, þótt ökumaður gangi
á eftir vagninum. Og alla vagnhesta á að venja á að
ganga á undan ökumanni, láta að stjórn aftan frá. Það
er ósiður að teyma ökuhesta eftir sér, og varasamt á
mjóum brautum.
Sé vegur ógreiður, og hætt við að vagninn kunni
að hallast, á ökumaður helzt að ganga til vinstri hliðar,
hafa aktaumana í vinstri hönd, en styðja vagninn eða
hlassið með hinni hægri.
Þar sem skarpar beygjur eru á braut, má hestur-