Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 64
GO
BÚNAÐARRIT
fer hún hringferð í kring um stöpulinn og undir spað-
ana, sem ýta henni til, svo að hún fer áfram og kemur
aftur undir vatnsbununa o. s. frv.
Með þessum útbúnaði var hægt að þvo 1600 pund
af óþveginni uil á dag, en vegna þess að vatnið í brunn-
inum reyndist alt of lítið, til þess að hægt væri að þvo-
daglega, var vanalega þvegið hálfan daginn. í ráði er
að bætt verði úr vatnsskortinum fyrir næsta sumar.
Ullareigendurnir vildu ekki þvo í þetta sinn betur
en bændur alment gera, því að þeir höfðu lofað þannig
þveginni ull fyrir fram til Ameríku fyrir umsamið verð.
Þessi ull, sem þannig var þvegin, léttist við þvottinn um
28—30%, og verð eg að álíta, að þessi ull, þannig
þvegin, hafi verið betur þvegin en sú ull, sem seld er
kaupmönnum hér sunnanlands og á að heita þvegin;
og það var álit þeirra, sem að þvottinum unnu og
höfðu vanist ullarþvotti í sveit, að ullin yrði mýkri úr
þessu þvæli en því, sem víðast er notað við ullarþvott.
Vegna þess að ullin var þvegin á þeim tíma, þegar
ágætur þerrir var á hverjum degi, var öll ullin þurkuð
úti, enda kom það sér vel, því að þurkunaráhöldin hefðu
ekki komið að fullum notum. Þurkvéiin hálfþurkar ull-
ina á stuttum tíma; en það er nauðsynlegt við þannig
lagaðar stöðvar, að hafa þá þurkunarvél, sem fuliþurkar
ullina svo fljótt, að líkur timi gangi til þess að þvo
hana og þurka. Eftir að búið var að þvo þannig um
20000 pund af ull, voru þvegin 1000 pund af óhreinni
ull, svo vel sem kostur var á, og send til 4 ullarverzlana
í Ameríku, og þau beðin að selja hana fyrir hæsta verð,
og þess látið getið, að þetta væri tilraun til betn ullar-
verkunar. Um söluna er ófrétt enn.
Allur kostnaður við að byggja þetta ullarþvottahús
varð sem næst 6000 kr.; en þess ber að geta, að gufu-
ketillinn og þurkvólin voru brúkuð og keypt langt undir
hálfvirði, og mótorinn var keyptur einnig brúkaður fyrir
iágt verð.