Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 190
186
BÚNAÐARRIT
18. öldinni og framan af hinni 19. — á meðan litið var
hugsað, og enn þá minna talað og ritað, um búnaðar-
framfarir — að menn hafa haft þetta bnskaparlag.
Nei, það ber elclá á öðru en að við, sem nú lifttm,
höfum haldið dyggilega sama horfimt, síðan farið var að
hugsa mikið, tala og rita enn þá meira, um búnaðinn.
Fjárfellirinn 1800 til 1802 varð að vísu mjög mikill.
Þá varð fjárfellisskatturinn, í föllnu sauðfé og hrossum,
sem goldinn var af öllu landinu, 2142963 kr., og af
hverju mannsbarni á landinu 46 krónur. En fjárfellirinn,
sem varð 80 árum seinna, eða 1881—’83, varð þó miklu
meiri, því þá galt alt landið 2642472 krónur í fellis-
skatt— í föllnu sauðfé og hrossum. En af því að iands-
menn voru þá orðnir miklu fleiri en 1802, þá kom ekki
nema 38 kr. 46 aurar á hvern mann utan Reykjavíkur
og Akureyrar. — All-háan fjárfeilisskatt guldum við iíka
rétt fyrir næstliðin aldamót eða 1896—1900. Þá nam
skatturinn af öllu landinu í föllnu sauðfé og hrossum
1187892 krónum.
Af 20. öldinni er skamt liðið enn þá, þó höfum
við á íyrstu 10 árum hennar goldið tvisvar sinnum all-
háan skatt á þennan hátt. í fyrra sinni, 1906—1908,
nam skatturinn 613090 kr. fyrir alt landið.
Seinasti fjárfellirinn, sem þjóðin hefir á samvizkunni,
varð vorið 1910. Fjártala alls landsins gefur samt engan
grun um fjárfelli í það sinn, því búnaðarskýrslurnar
sýna, að fénaður hefir yfir höfuð fjölgað árið 1909—1910.
En skýrslurnar úr einstökum héruðum sýna annað. Það
mun líka mörgum kunnugt, að talsverður fellir varð á
sauðfé i sumum plássum vorið 1910. En sauðfénu hefir
fjölgað annarstaðar meira en svaraði fækkuninni í fellis-
plássunum.
Yfirlit það, sem hér fer á eftir, er dregið saman úr
búnaðarskýrslunum 1800—1908. Sýnir það hvernig fén-
aður hefir fækkað á ýmsum tímum á öllu landinu í heild.
Og yfirlitið sýnir líka að noklcru leyti þann skaða í