Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 175
BÚNAÐAKRIT
171
í eitt stafgólf, sem er 7.5 x 5 metrar að flatarmáli,
í einni hlöðunni lét eg 6 strompa. En í næsta stafgólf
jafnstórt lét eg enga strompa; heyið var eins í báðum
gólfunum. Þó var hitinn, samkvæmt hitamælingum,
miklu meiri í strompagólfinu en því strompalausa, og
það af eðlilegum ástæðum, að mér virtist.
Þeir sem trúa á strompana segja sem svo:
„Það er ávalt heitast í kringum strompana, og er það
af þvi, að stromparnir draga hitann úr heyinn, leiða
hann í burtu“.
Eg er þeim líka sammála um, að heitast sé i kring
um strompana. Eðlilega, þar á súrefnið hægast með að
komast að. Smýgur það inn í heyið og eykur efna-
brunann.
Nú er það eðli loftsins, að um leið og það hitnar,
þenst það út, og að sama skapi léttist það. í hlöðunni
og ofan á heyinu er loftið kaldara, og þ. a. 1. þyngra
en neðar í heyinu og sérstaklega í kringum strompana.
Það myndast því eðlilega hringrás, líkt og þá er vatn hitnar
i potti, eða tökum miðstöðvarhitann til samanburðar.
Heita loftið streymir upp um strompinn, en kalda loftið
ofan i heyið. Stromparnir fylgja sama lögmáli og reyk-
háfar; þvi hærri sem þeir eru, því betur draga þeir.
Því steikari verður loftstraumurinn, örari hringrásin,
meiri efnabruninn og næringarefnatjónið í heyinu.
Nefna má annað dæmi, sem flestir munu skilja
betur. Hvernig getur hiti leiðst frá lcaldari stað í heit-
ari, eða úr heystæðunni, þar S9m kaldara er, að stromp-
unum, þar sem heitara er? Fjarstæða.
Samkvæmt því ættum við ekki að þurfa annað til
að hita upp baðstofuna okkar, en að opna fram í köld
göngin. Hitinn streymir þá úr köldum göngunum inn
i baðstofuna og hitar hana. Sbr. strompa-kenninguna.
Sannarlega ódýr hiti!!
3. Geilar. Tökum nú geilar til yflrvegunar. Þá
segi eg, að smágeilar, grafnar í stór hey eða hlöður, séu