Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 110
106
BÚNAÐARRIT
skoðuð sem þjóðeign, og stjórnarráðinu einu veittur réttur
til að selja leyfi fyrir þeim, samkvæmt 5. gr. — og til
að fækka óþarfa-mörkum. En það virðist þarflítið, að
foreldrum lifandi, að börn innan fermingaraldurs (eða
15 ára), sé skrifuð fyrir mörkum. — „í ungdæmi mínu“
þótti vel mega takast að einkenna með bandi í eyra,
ef barni var eignað lamb eða kind. — En við fækkun
markanna er auðveldara að komast hjá sammerkjum og
námerkjum.
4. gr.: Markaskattinum má færa ýmislegt til rétt-
lætingar. Á allan hátt er nú verið að hugsa upp ráð
til auka tekjur landssjóðs, sem öll þörf virðist til. Mörg-
um þykir — og mér þar á meðal — lausafjártíundin
mega missa sig, og hefir það verið lagt til af skatta-
málanefnd, að mig minnir. Þykist eg með vissu mega
gera ráð fyrir, að þá er skattalög vor næst — innan
skamms — verða endurskoðuð, muni lög um iausafjár-
tíund úr gildi feld. Þau eru nógu iengi búin að standa
til hneykslunar og siðferðislegs tjóns, en gefa næsta litlar
tekjur í landssjóð. Eitthvað þarf þó að koma í það skarð,
þó lítið sé, og er eigi ólíklegt, að markaskatturinn fari
langt með að fylla það. Sumum virðist einhvern veginn
þurfa að ná í meiri tekjur frá landbúnaðinum, til að
jafna upp á móti sköttum, sem á sjávarafurðum hvíla.
Og hví þá ekki að nota markaskatt eigi síður en eitt-
hvað annað? Enn er það, að það er beinlínis tilvinn-
andi, að borga 2 kr. á ári, til að vera laus við þann
voða, að tapa rétti á marki sínu, hvenær sem einhver-
jum náunganum kann að þóknast að taka það upp í
skrá í sama eða næsta héraði undir sínu nafni. Skatt-
urinn verður þá vátrygging á marki manns. Enn er það,
að skattákvæðin draga úr markafjöldanum. Auk þess
sem nú er fjöldi manna að burðast við mörk, sem ekk-
ert hefir við mark að gera (t. d. í kaupstöðum og sjó-
þorpum), er á sumum sveitabæjum næstum hvert manns-
barn skrifað fyrir marki. Og svo hafa fjöldamargir tvö