Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 108
104
BÚNAÐARRIT
Gera má ráð fyrir, að frumvarp petta þarfnist breyt-
inga til bóta. Það er ekki svo vandlega hugsað. En
aðal-hugmyndina er því ætlað að sýna. Og ástæður
fyrir hinum einstöku greinum þess og ákvæðum vil eg
nú leitast við að færa fram.
1. gr. Það er nú þegar alment viðurkent, að marka
þurfi sauðfé, geitfé og viðast einnig hross, þó þau sé
sumstaðar alls ekki mörkuð. Nautpening og hunda er
mjög alment ekkert hirt um að marka eða merkja, og
kemur það sér oft illa. Nautpeningur gengur mikið söl-
um, og kemur oít fyrir, að kýr strjúka, naut hlaupa a5
heiman, og kálfar villast til annara bæja. Nú er þessar
skepnur ekkert eiganda né heimilis merki hafa, er eigi unt
að halda þeim til skila, sízt svo fljótt sem ella mundi.
Hestar eru oft fluttir langar ieiðir frá fósturstöðvum
sínum. Þeim er hætt við stroki, týnslu á ferðum og
margskonar flækingi. Nú vanrækja eigendur mjög að
hafa nafnmerki á hrossum sínum. En eyrnamörkum,
þó þau eigi sér stað, er sjaldnast unt að fara eftir, sízt
fyrir það, að viða er sá (ó)siður, að marka hross með
nokkrum hluta af búfjármarkinu, sem því ekki er /
skrám að finna, eða þá að eins villandi (sammerki við
skrásett mark annarsstaðar). Af þessu leiðir, að hross
eru sífelt í óskílum.
Hundar týnast mjög oft og lenda á flæking fyrir
merkingarleysi. Og þótt lítið verð iiggi í þeim skepnum,
er það ómannúðlegt mjög og leiðinlegt, að iáta þeim
ekki verða til skiia haldið fyrir merkjaleysi. Auk þess
að af hirðingarleysi á hundum getur stafað sýkingar-
hætta (aukning sullaveiki), er þáð vítaverð meðferð á
skepnum þessum, að láta þær lenda á flæking og líða
kulda, hungur og hirðingarleysi fyrir vanræksiu eigenda
á því, að hafa þær merktar, svo að sjáist, hvar þær eiga
heima, og unt sé að koma þeim til skila.
Þetta eru ástæður fyrir því, að eigendum er gert
að skyldu að merlcja allayi húfénað.