Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 151
BÚNAÐARRIT
147
eða hliðar reitains eru aímarkaðar með borðum og fylt
þar að með torfi og mold, og veggirnir þaktir grasrót
að utan.
Breidd reitsins má helzt ekki vera minni en 1,25
m.; lengdin fer eftir gluggafjölda, helzt ekki færri en 4
gluggar. Dýpt reitsins við framhlið 1 m. og við bakhlið
1,30 m. Gluggarnir verða þá um 1,28 m. á lengd, og
breidd þeirra mætti vera um 1 m. Þeir gluggar eru
ekki erfiðir í meðförum. í slíkum gluggum er hæfilegt
að hafa fjórar rúðulengjur.
Það verður ekki ofsögum af því sagt, hversu gagn-
legir þessir vermireitir með hitaframleiðslu eru sem
uppeldisstöð ungra plantna að vorinu, bæði þeirra sem
sáð hefir verið til i sjálfum reitnum og eins þeirra, sem
sáð hefir verið til í húsum inni, í jurtapottum eða kössum.
Þeim sem ekki hafa fengist við vermireiti áður
mun finnast að hirðing þeirra muni vera bæði vanda-
söm og fyrirhafnarsöm. En þetta kemst upp í vana
eins og alt annað, sem lögð er stund á. Það verður
að líta eftir vermireitunum tvisvar eða þrisvar á dag,
en tíminn er þó ekki mikill, sem fer til þess að passa
iitla reiti.
Hirðingin er aðallega í því fólgin, að sjá um, að
hæfilegur hiti sé í reitunum, og að plönturnar fái það
loft, sem þær þarfnast. Gerist það með því móti, að
lyfta undir aðra hvora gluggabrúnina, þá efri eða neðri,
og láta spítukubba vera undir henni þann tíma dagsins,
sem þörf er á loftstraum. Þegar líður á vorið, verður
að venja plönturnar smátt og smátt meir og meir við
útiloftið, einkum þær plöntur, sem gróðursetjast eiga á
bersvæði, og áður en að þeim tíma kemur eru reitirnir
hafðir gluggalausir bæði nótt og dag, nokkra sólarhringa.
Komi alvarlegt kuldakast eftir að plöntur eru farnar
að vaxa í vermireitum, verður að hlúa að þeim eftir
íöngum og þörfum, einkum á kvöldin, þegar útlit er fyrir
að frjósi um nóttina.
10*