Búnaðarrit - 01.01.1913, Page 163
BÚNAÐARRIT
159
Eins og að undanförnu fór eg eftirlitsferð til rjóma-
búanna á Suðurlandi, og var eg í þeirri ferð 1.—27. júlí.
Ennfremur heimsótti e.g rjómabúið í Staðarsveit í fyrri
hluta ágústmánaðar.
15. október 1912 var skólinn aftur settur með 7
nemendum (17. námsskeið).
Smjörframleiðslan var veturinn 1911—’12 (Vu ’ll
—6/b ’12) 8500 pd., og auk þess teknir nokkrir ostar og
búið til talsvert af mysostum. — í haust fékk skólinn
áhald til að rannsaka vatnsmagnið í smjörinu, mjög ein-
falt og þægilegt til notkunar, en þó um leið nákvæmt,
og álít eg, að rjómabúið hér hafi þegar grætt talsvert á því,
og ættu öll rjómabúin að eignast samskonar áhöld. Ef
rjómabúin væru t. d. búin að fá það að sumri, þegar
eg væntanlega verð á ferðinni, þá gæti eg leiðbeint bú-
stýrunum í að nota það, ef þær hefðu ekki lært það áðuiv
Ahald þetta kostar um 50 kr.
Hvítárvöllum 18. desember 1912.
Hans Qrönfeldt.
Garðyrkjukensla.
Vorið 1912 var, eins og að undanförnu, kend garð-
rækt í gróðrarstöðinni í Reykjavík, 6 vikna tíma, frá
byrjun maí til miðs júní. Þessir 14 nemendur nutu
kenslunnar:
Aðalheiður Albertsdóttir, Hjalteyri, Eyjafjarðarssýslu,
Hálfdan Arason, Fagurhólsmýri, A.-Skaftafellssýslu,
Jón ívarsson, Gullberastöðum, Borgarfjarðarsýslu,
Karl Asgeirsson, Ólafsdal, Dalasýslu,