Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 160
156
BÚNAÐARRIT
eigandl fái sannvirði fyrir sina ull, og álítur að-
miklu hægra verði að koma þeim jöfnuði á, þegar
stöðvarnar sé smáar; með því móti eigi að mega sam-
eina þá ull, sem sé lik að gæðum eða göllum. T. d..
eigi þeir bændur að sameina sig um þvottastöð, er búi
á sandjörðum, aðrir sameini sig, sem búi á mýrarjörð-
um o. s. frv. Þetta getur orðið mjög andstætt eða jafn-
vel óframkvæmanlegt. í sömu sveit eða sama bygðar-
lagi geta verið jarðir hverjar innan um aðrar, sem eru
sendnar, mýrlendar og valllendar, rétt af handahófi..
Þegar svo stendur á, þá getur verið ófært að aðgreina
ullina frá slíkum jörðum með þvottastöðvum, er tæki á
móti hver sinni ullartegund. Það mundi því reynast ó-
kleift, að fá þennan jöfnuð á ullinni, hve' margar stöðvar
sem væru. Annað er líka það, sem alt af mundi skapa
ójöfnuð, ef ekki er viðgert, hve margar eða fáar sem
þvottastöðvarnar væru, en það er, að sumir koma með-
ull sina blauta, aðrir koma með vel þurra ull, til þvottar.
En hér þarf að koma jöfnuði á, einnig þegar svo stend-
ur á, að sumir koma með kleprótta og óþverralega ullr
en aðrir með útlitsfallega og valda ull o. s. frv.
Þessurn margnefnda jöfnuði á sannvirði ullarinnar
verður þvi naumast komið á með sérstökum þvotta-
stöðvum fyrir hverja tegund ullar. Það verður að leitá
annara ráða, og það þeirra ráða sem koma í veg fyrir
alla pretti eða svik á ullinni — því vel getur það komið
fyrir að reynt verði að svíkja ullina, þó hún sé óhrein —
svo að hver ullareigandi fái hlutfallslega rétt verð fyrir
sína ull.
Æskilegast væri að það mætti gera með áhöldum,
sem sýndu með nákvæmni eðlisþyngd ullarinnar. Ekki
er mér kunnugt, hvort slik áhöld eru til, eða þótttil værir
hvoit þau væru þá við vort hæfi að því er til verðsins
kemur. En þótt svo væri ekki, kynni að mega finna
áhöld, sem nokkra leiðbeiningu gæfu, þótt ekki væri
með fullri nákvæmni. Annars verður mat á ullinni að