Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 127
BÚNAÐARRIT
123
Liebig, kemur t. d. glögt fram, bar sem mikið vatn er
í jarðveginum og þeir gallar koma fram, sem því fylgja.
Hversu vel sem hlynt er að gróðrinum þar, þá verður
hann ætíð rýr, og engar umbætur koma að notum nema
sú ein, að leiða burt vatnið •— ræsa fram jörðina. Til-
skilið er það hér, að um þurlendisgróður sé að ræða.
Það er sem að kasta peningum i sjóinn, að kosta
miklu til annara jarðabótastarfa, þar sem alt of mikið
vatn er í jarðveginum, ef ekki er bætt úr þeim galla líka.
Allur tilkostnaður til umbóta er hér jafn-árangurslaus,
■eins og ef lagarílát væri gert af mislöngum stöfum.
Styzti stafurinn ræður því, hvað mikið ílátið tekur, og
því sem upp af stendur af liinum er til ónýtis eytt.
En sé öll skilyrði vel upp fylt nema eitt, þá er líka til-
t-ölulega jafn-kostnaðariitið að bæta úr því, eins og ef
lengja þyrfti einn staf í stórri ámu.
Þó margt kreppi að jarðræktinni hjá okkur og
mörgu sé þar ábótavant, þá mun það þó oft vera svo,
að það er „styzti stafurinn", hvað mikið vatn er í hinu
ræktaða landi eða öllu heldur i því landi, sem við vil-
jum rækta og ættum að rækta, svo að það getur litlum
umbótum tekið nema það sé þurkað fyrst.
Landslagið veldur þessu víða. Því er þannig varið,
að vatnið hefir ekki afrás eða þá meira og minna tak-
markaða afrás af stórum svæðum, sem geta verið meira
og minna aðkrept á alla vegu. Það vatn, sem fellur á
þessa staði, eða rennur á þá annarstaðar frá, sezt hér
fyrir og fyllir aliar smugur í jarðveginum alt upp í
yfirborð og lítilokar þá alla loftrás.
En loftið er á sinn hátt jafn-nauðsynlegt í jarð-
veginum eins og vatnið, ekki að eins fyrir efnabreyt-
ingarnar í jarðveginum, heldur lika vegna öndunar
plantnanna.
Frjósemi jarðvegarins byggist ekki á því einu, hversu
mikið er af efnum í honum, heldur og því, í hverjum
samböndum og hverju ásigkomulagi þau eru, og loftið