Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 41
BÚNAÐARRIT
37
að endurnýja það einstöku sinnum. Botn hassans er
fóðraður með járnþynnum að innanverðu, því oft geta
eldsneistar hangið við pottinn, þegar hann er tekinn af
eldinum, sem kveikt geta í kassanum, nema þessarar
varúðarreglu sé gætt. Þegar búið er að koma pottin-
um fyrir i kassanum, er gott að leggja hálmdýnu eða
teppi ofan á potthlemminn áður en kassalokið er felt
niður; þá byrgist heita loftið betur niður 1 kassanum,
og kalda loftið utan að kemst þá ekki að, svo það sem
í pottinum er kólnar mikið hægar og minna. Skóla-
stjórinn á Hvanneyri, Halldór Vilhjálmsson, hefur látið
gera einn slíkan kassa, og er hann nú notaður daglega
og þykir ágætur. Þegar hitinn hefur verið mældur í
pottinum, hefur hann stundum verið örfá stig undir
suðumarki eftir 3—4 klukkustunda geymslu. Annars
er venjan, að maturinn kólnar all-mikið við slika geymslu,
og því meir, sem hann er lengur geymdur og útbúnaður
allur er lakari, og því minni sem skamturinn er. Við
þessar dönsku tilraunir, sem áður er getið um, kólnuðu
] 0 pottar af vatni, sem geymdir voru í 4 klukkustundir,
frá 100° niður i 90V20, þegar kassinn var stoppaður
með 2 þumlunga þykku bómullarlagi, og frá 100° niður
í 891/*, þegar hann var stoppaður með heyi.
Þá er komið að hinni hlið þessa máls, nefnilega
að velja hið rétta eldsneyti, það eldsneyti, er mest nota-
gildi hefur og ódýrast er eftir gæðum. Hér á landi er
að vísu ekki um margar tegundir eldsneytis að velja,
en eins og ástandinu nú er varið í landinu, getum við
þó sagt að okkur standi þrír vegir opnir. Sumir hafa
um þá alla að velja, sumir um tvo, og sumir ef til vill
að eins um einn þeirra. Þessir vegir eru annað-
hvort að nota kol til eldiviðar eða mó, eða sauðatað,
eins og nú er algengast á landinu. Og hver þeirra er
nú beztur?
TJl þess að gera okkur þetta ljóst, þurfum við fyrst
að minnast þess, að það sem gerir eldsneytið verðmætt