Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 77
BÚNADARRIT
sýslu og Rangárvallasýslu. Þar voru sýndir 14
graðhestar 4 vetra og eldri, 13 hestar 3 vetra og
75 hryssur. Mátti því heita, að sýningin væri vei
sótt. Fyrstu verðl. voru veitt fyrir 3 hesta, bleikan
4 vetra, 137 em., frá Þórarinsstöðum í Hrunamanna-
hreppi, rauðan 3 vetra með sömu hæð, en ekki að
að öðru leyti jafn-fallegan, frá Stóra Hofi á Rangár-
völlum, og brúnan 5 vetra, 136 cm., frá Stóra Ár-
móti. Fyrir 5 hryssur 5 — 10 vetra voru og veitt
1. verðl. Þær voru 136—139 cm. á hæð og allar
faliegar.
Á öllum sýningunum voru verðlaunin þrennskonar:
1. Fyrir graðhesta 4 vetra og eldri, 1. verðl. 40 kr.,
2. verðl. 30 kr. og 3. verðJ. 20 kr.
2. Fyrir graðhesta 3 vetra, 1. verðl. 30 kr., 2. vei'ðl.
20 kr. og 3. verðJ. 10 kr.
3. Fyrir hryssur 4—15 vetra, verðlaunin 3—10 kr.
Hryssur eldri en 12 vetra fengu þó ekki verðlaun,
nema þær væru með folaldi. — Að öðru leyti voru
verðlaunin þrenn, fyrstu, önnur og þriðju.
Á sýningunum var sú nýbreytni tekin upp, að haldið
var eftir 3 kr. af verðlaununum fyrir hverja hryssu. í
stað þess fékk hryssueigandinn „folaseðil", er veitir
honum aðgang með hryssuna að einhverjum þeim hesti,
er verðlaun hlaut á þessum sýningum. Eigandi hests-
ins fær svo greiddar þessar 3 kr., er hann sýnir, að
viðkomandi hryssa hafi verið leidd undir hestinn.
Á sýningunum fyrir norðan mætt.i af hálfu Bún-
aðarfélagsins Páll búfræðiskand. Zófóníasson, kennari á
Hvanneyri.
Naufgripaf'ólögin, sem styrks nutu þetta ár og
störfuðu, voru 18 alls, með samtals 2222 kúm. Þar af
voru fullmjólkandi 2142 kýr. Styrkurinn til félaganna
nam alls 3088 kr. — Af þessum félögum eru 2 í Yestur-
Skaftafehssýslu, 3 í Rangárvallasýslu, 4 í Árnessýslu, 8
í Borgarfjarðarsýslu, 1 í Dalasýslu, 1 í Barðastrandar-