Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 11
BÚNA.ÐARRIT
7
og þiljurj innan á 10" þykkum útveggnum tífaldar hlý-
indi hans og svarar til þess, að veggurinn vœri 4 álna
þykkur úr steinsteypu. Nú ber þó að geta þess, að sag
er óvenjulega hlýtt tróð, og sveitamenn eiga sjaldnast
völ á því.
í ritgerð þeirri, sem fyr er nefnd, mælir Jón Þor-
láksson eindregið með veggjatróði og vill nota mómylsnu
eða þurt torf. Það er vafalaust, að tróð er sem stendur
eini fœri vegurinn til þess að gera veggi vora nœgileqa
hlýja, að minsta kosti meðan ekki finst ódýr og hlý
steypa, sem fóðra mætti veggina með í staðinn fyrir
tróð og þiljur. Með tróði er leikið, án gífurlegs kostn-
aðar, að fá veggina nálega svo hlýja sem vera skal,
Wclega ennþá hlýrri en heztu torfveggi, sem oftast eru
meira eða minna rakir, oft freðnir inn til miðs eða
lengra. Ef veggirnir eru nógu hlýir, er venjulega allur
raki jafnframt útilokaður.
Gallar á Tróðveggir með þeim hætti, sem tið-
tróðveggjum. kast hafa hjá oss til þessa, hafa auð-
sjáanlega marga og mikla galla, þrátt
fyrir það, þótt þeir geti öllum veggjum framar orðið
hlýir. Kostnaðurinn er ekki lítill, ekki sízt þegar þess
er gætt, hversu viðarverð hækkar með ári hverju.
Þiljurnar verða tæpast reknar saman án þess tróðið
hrynji, og verður þá einn kostur nauðugur að strengja
striga eða vandaðan pappa innan á þiljurnar. Þetta
hleypir og kostnaðinum fram. Plankarenningana, sem
þiijurnar eru negldar á, þarf að festa í múrinn, og venju-
lega aðferðin hér er að bora göt í steypuna, setja tré-
tappa í þau og negla í hann. Tappi þessi getur fúnað
og gisnað, svo neglingin verður bæði fyrirhafnarsöm og
allsendis ótraust. Úr þessu má að vísu bæta, t,. d. með
því að nota amerískt naglhald. Þar sem sag er notað
í tróð getur það fúnað, og nokkur hætta á, að með því
komist húsasveppur í byggiDguna og verði henni að