Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 131
BÚNAÐARRIT
127
ár hitann í óræstri mýri, sem síðar væri ræst fram, og-
hitinn mældur jafnmörg ár eftir að framræslan væri gerð
eða jafnvel lengur, því að ekki má búast við fullum áhrif-
um af framræslunni fyrstu árin, meðan vatnið er að
ryðja sér brautir til skurðanna.
Eg get nefnt dæmi af Fijótsdalshéraði, sem mér
virðist benda á, að vatnið í jarðveginum hafi áhrif á
loftslagið. Upphérað er þurlent, og jarðepli þrífast þar
vel. Úthérað er aftur á móti mikið votlent, og fá eru
þau sumur, sem jarðepli skemmast þar ekki af frosti.
Þó má ætla, a,ð mismunandi jarðvegur, sem að vísu
stendur í sambandi við vatnið í jarðveginum óbeinlínis,
eigi nokkurn þátt í þessum mun. Kalda loftið ieitar í
lautirnar, eins og vatnið, og kuldinn getur þá stafað af
því, en þarf ekki að vera vatninu að kenna. En ef
þetta er eina ástæðan til þess, að vatn og kuldi fylgist
að, þá getur framræslan engin áhrif haft á loftslagið.
Aðferð sú, sem Per Stolpe bendir á, að mæla hit-
ann í mýri og nærliggjandi þurlendi 1 ár áður en ræst
er og 1 ár eftir að mýrin hefir verið ræst fram, mundi
ekki gefa ábyggilega úrlausn á þessu efni, bæði af því,
að framræslan hefir ekki fullkomin áhrif fyrsta árið,
eins og eg drap á, og svo líka vegna þess, að hér er
ekki um neitt stórt framræslufyrirtæki að ræða, svo að
áhrifanna mundi lítið gæta og svarið jafnvel verða vill-
andi. Mælingar, sem næðu yfir nokkurt árabil, mundu
þó geta gefið bendingar í rétta átt.
Þegar um það er að ræða, hvernig eigi að ræsa
fram, er farið eftir vissum reglum og formúlum, sem
bygðar eru á reynslu manna og taka tillit til staðhátta
allra, að svo miklu leyti sem þekking manna nær í þeim
efnum. Kemur þá helzt til greina:
1. Tilgangur framræslunnar, eða það til
hvers á að nota landið á eftir, til garðræktar, akuryrkiu
eða grasræktar, með því að plöntur, sem heyra undir