Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 268
264
BÚNAÐARRIT
að þurfi að lengja garðinn um 480 m., en álítur ekki
óhugsandi, að 320 m. mundu duga í bráð. Kostnaðinn
áætlar hann 12 kr. á m. eða 5800 kr. fyrir 480 m. og
3900 kr. fyrir 320 m. Frá þessu skýrðum vér hrepps-
nefnd Vestur-Eyjafjallahrepps 14. apr. þ. á., og buðumst
til, ef í það yrði ráðist að lengja garðinn, að búnaðar-
félagið legði til þess fjórðunginn af því, sem garðsauk-
inn kostaði fram yfir þá fjárhæð, sem vantaði á að
hlutaðeigendur legðu til garðsins 1910 jafnt á móti lands-
sjóði og búnaðarfélaginu, alt að 1200 kr. ef garðsaukinn
yrði 480 m., en alt að 725 kr. ef hann yrði 320 m.
En ef ekki yrði bráðlega tekin ákvörðun um að lengja
stíflugarðinn, skoruðum vér á hreppsnefndina að stofna
sjóð til viðhalds garðinum á þann hátt, sem búnaðar-
þingið 1911 ætlaðist til, ella endurgjalda búnaðarfélaginu
þær kr. 256,38, sem félagið greiddi til stíflugarðsins 1910
fram yfir fjórða partinn af kostnaðinum við hann. —
Með bréfum dags. 5. f. m. skýrði nú hreppsnefndin frá,
að í ráði væri að lengja garðinn um 320 m. og sótti
um fjórðungsstyrk til þess, en færðist undan sjóðsstofnun
á þann hátt, sem búnaðarþingið ætlaðist til, og taldi
tilgangi hennar náð með samþyki. um viðhald garðsins,
sem hreppsnefndin hafði samið og hefir fengið samþykki
sýslunefndar, en var ekki, þegar vér vissum seinast,
búið að íá samþykki á lögmæltum samþyktarfundi. Vér
svöruðum því þá þegar 21. f. m., að búnaðarfélagið stæði
við tiiboð sitt í bréfinu 5. apríl þ. á. um alt að 725 kr.
styrk til 320 m. garðsauka, en ef sjóður sá yrði stofn-
aður, sem þar væri um rætt, mundi styrkurinn hækka
um 250 kr. En að því er kæmi til undanþágu frá
sjóðsstofnuninni eða endurgreiðslukröfunni á kr. 256,38
álitum vér að félagsstjórninni bæri ekki að skera úr um
það mál, heldur yrði það að útkljást á búnaðarþingi.
Verða nú bréf hreppsnefndarinnar lögð fyrir búnaðar-
þingið.
Vér höfum skýrt svo ítarlega frá þessu máli til þess,