Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 158
154
BÚNAÐARRIT
hvað langir og erfiðir flutningar upp um sveitir eru
dýrir og útdráttarsamir. Þessi kostnaður mundi oft nema
hundruðum króna.
AUir þessir gallar, sem eg hefi nú talið, mundu
hverfa að meira eða minna leyti á stórum þvottastöðvum,
•ef pá annars nokkuð gæti á þeim borið þar. Á þeim
mundu vera þurkunaráhöid, og þyrfti því ekki að eiga
undir tíðarfari með þurkinn á uilinni. Þær gætu boðið
sérfróðum ullarverkunarmönnum hærra kaup og lengri
vinnu en smástöðvarnar, og því átt fremur vöi á þeim
en þær. Ullarflutningurinn hyrfi mestpart eða alveg.
Miklu meira samræmi fengist á flokkun uiiarinnar, og
flutningur á efni til bygginga stöðvanna hyrfi líka.
Alla þessa ókosti á smástöðvunum verð eg að álíta
all-verulega, og að það sé mikill ávinningur, að vera laus
við þá. Á hinn bóginn dylst mér ekki, að verulegir ó-
kostir fylgja stóru stöðvunum líka, þegar þessar tvenns-
konar stöðvar væru bornar saman, en þann samanburð
er ekki gott að gera fyr en nægilegar upplýsingar hafa
fengist um stórstöðvarnar. Aðal-ókostirnir, sem eg hygg,
að þeim fyigi, eru mikiil stofnkostnaður og reksturs-
kostnaður. En hvort þessi kostnaður yrði að tiltölu meiri
en samskonar kostnaður á smástöðvunum, er enn ekki
upplýst.
S. E. gizkar á, að þvottahús líkt og það, sem Jón-
arnir í Borgarnesi bygðu í vor sem leið, en með nýjum
óbrúkuðum vélum og áhöldum1), muni kosta um 10000
krónur. Nú áætlar hann á hinn bóginn, að smástöðvar-
hús, áhaldalaust og vélalaust, kosti um 1050 krónur.
Ef maður hugsaði sér, að hérað eða sýsla, sem þyrfti
10 smástöðvar af likri gerð og S. E. gerir ráð fyrir,
kysi heldur eina stöð stóra, svipaða Borgarnesstöðinni/þá
yrði stofnkostnaður sýslunnar til fyrirtækisins 10000 kr.
En þá fengju héraðsbúar að líkindum þvottahús með
1) 1 þvottahúsi þeirra voru mótor og gufuketill eklci nýir,
•þegar þeir keyptu þá. Höf.