Búnaðarrit - 01.01.1913, Blaðsíða 145
BÚNAÐARRIT
141
Nolkun vermireita er eina ráðið til þess, að garð-
ræktin geti komist í viðunandi horf. Það sýnist svo,
sem það ætti að vera auðgert, að koma Islendingum
til að nota vermireiti. Það gera aðrar þjóðir, þótt þær
búi í langtum hlýrra og hagstæðara loftslagi en vér.
Danir, Norðmenn, Svíar, Þjóðverjar, Frakkar, Englend-
ingar o. s. frv. telja allir sjálfsagt að nota vermireiti.
Hið sama gera Færeyingar og Grænlendingar. Og ís-
lendingar eru ekki vanir að vilja teljast eftirbátar þeirra
tveggja í einu né neinu, og það erum vér nú máske
ekki í þessu, því allmargir vermireitir finnast þó hér á
landi, einkum í kauptúnum, en það er ekkert hjá því,
sem ætti að vera.
Það getur verið gott að vera seinn á sér með að
taka upp nýjungar á meðan þær eru lítt reyndar, en
þegar þær eru búnar að sýna sig að vera heillavænlegar,
þá ætti ekki að þurfa mikla brýnslu þar á eftir. En
það gengur seint að hrinda áfram sumum nytsemdar-
málunum. Menn eru stundum ótrúlega seinir á sér.
Má þar til dæmis benda á votheysgerðina.
Allir vita það, að mikil þörf ér á aukinni matjurta-
rækt og fjölbreyttari.
Hér geta sprottið margar jurtir, þótt veðráttan sé
stirð, ef vér að eins tökum vermireitina til hjálpar.
Vér getum ræktað svo mikið af matjurtum, að allir
geti borðað sig sadda af þeim mikinn hluta ársins.
Ýmsar káltegundir spretta hér sæmilega vel, ef þær
fá að vera 1 vermireit 6—8 vikna tíma um vortímann,
og fæstar spretta hór án þess, varla aðrar en grænkálið.
Þarna er þá nóg verkefnið. Það er kunnugt, að kál-
tegundirnar eru bæði holl og saðsöm fæða; þær eru
gott búsílag, auk þess sem þær eru herramannsmatur.
Allir ættu að get.a étið „herramannsmat".
Allar matjurtir má rækta í vermireit, en það er
ekki nauðsynlegt með allar þeirra upp á það til að gera,
að þær geti ekki sprottið á bersvæði, en séu þær hafðar