Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 29
B Ú N A Ð A R R I T
23
Það hlýtur ávallt að miklu leyti að bvggjast á ágizkun-
um og þess vegna sleppa sumir honum alveg, virða
hann ekki.
Þetta getur tæplega talist réttmætt, því að ekki verð-
ur á móti því mælt, að áburður er afurð af búfénu, sem
ekki er lítils virði. Hreinn arður búfjárins minnkar því að
sama skapi og búfjáráburðurinn er mikils virði. Aftur á
móti kemst túnið að góðum kjörum, með að fá áburð-
inn ókeypis og þurfa að eins að kosta til ávinnslu á
honum. Framleiðsluverð á hverjum töðuhesti yrði við það
nokkuð minna. Ef allar búfjártegundir væru fóðraðar á
töðu einni saman, þá kæmi þetta í sama stað niður. En
nú er það víða svo, að kýr eru aðallega fóðraðar með
töðu, en sauðfé og hross fá einkum úthey, og þá láta
hinar síðarnefndu af hendi áburð sinn fyrir ekkert verð,
en njóta þess að litlu eða engu í lægra framleiðsluverði
á fóðri. Það kemur aftur fram í þess meiri mælikvarða
hjá kúnum. Hreinn arður þeirra eykst á kostnað hinna
búfjárgreinanna.
En þar, sem taða er notuð nokkuð handa sauðfé og
einhverju af sauðataði brennt, yrði ranglætið, sem af
þessu leiðir, ef til vill ekki stórt gagnvart sauðfénu. Og
þar sem hestar eru einungis notaðir til heimilisþarfa,
yrði vinna þeirra fyrir þetta nokkru dýrari og það kæmi
svo að lokum niður á þeim búgreinum, sem verða að-
njótandi vinnu þeirra. Undir sumum kringumstæðum get-
ur því verið, að ekki sé stórum meira ranglæti framið,
með því að sleppa alveg mati á búfjáráburði, heldur en
með því, að setja á- hann áætlað verð. Og víst er um
það, að slíkt mundi létta búreikningsfærsluna nokkuð.
En oftast mun þó vera í eðli sínu réttara að meta
bpfjáráburðinn til verðs og skal nú vikið að því.
Það tel ég réttast mat á búfjáráburði, að miða það við
verð á tilbúnum áburði á hverjum tíma þannig, að tveir
skammtar af búfjáráburði og tilbúnum áburði, sem gefa
/afnmikinn uppskeruauka, séu taldir jafnir að verðmæti.