Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 342
BÚNAtíARRIT
332
staða til samvinnubúskapar og veiti skilyrði til ný-
býla og fólksfjölgunar í sveitum. Fyrir því beinir
fundurinn því til Búnaðarfélags fslands, að það
vinni að því, að Alþingi breyti þannig lögum
Búnaðarbanka íslands, að honum sé heimilt að lána
ræktunarfélögum, byggðum á samvinnugrundvelli,
það fé, sem eftir áætlun jarðræktar-ráðunauts Bún-
aðarfélags íslands þarf til að koma ca. 100 hektur-
um lands í fulla rækt, með þeim lánskjörum, að
höfuðstóllinn sé vaxtalaus og afborgunarlaus fyrstu
2 árin, en eftir það greiðist hann með jöfnum af-
borgunum á 20 árum. — Trygging fyrir slíku láni
sé samábyrgð félagsmanna og fyrirtækið sjálft. Þar
sem þetta ber að skoða sem tilraun á þessu stigi
málsins, ætlast fundurinn til, að fyrst um sinn nái
þessi lagabreyting að eins til eins slíks félags í
hverjum landsfjórðungi*.
M á 1 n r. 12:
b. Erindi frá atvinnu- og samgöngumálaráðuneytinu
dags. 18. janúar 1933 (þskj. 62), ásamt 3 erindum
á dönsku, frá C. A. Höyer í Hveradölum, til:
1. forsætisráðherra (þskj. 64)
2. landbúnaðarráðherra (þskj. 63), og
3. aðal-bankastjóra Búnaðarbankans (þskj. 65),
er öll ræða um stofnun nýbýlis á 10 ha lands. Stofn-
kostnaður er áætlaður kr. 10000,00, og komi annar
helmingur þeirrar upphæðar á íbúðarhús, gripahús,
hlöðu og skemmu (að ótalinni sjálfri byggingarvinn-
unni, sem gert er ráð fyrir að stofnandinn inni alla
af hendi sjálfur), en hinn helmingurinn á ræktunar-
kostnað og jarðabófaverkfæri.
Skiftingu landsins ráðgerir Höyer þannig:
3 ha tún, 1 ha rófur, 1 ha kartöflur, 0,7 ha aðrar
matjurtir og blóm, 0,3 ha húsgrunnar og hlað, 4,0 ha
beifiland.