Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 438
428
B Ú N A Ð A R R I T
legt að sjá mýraræktina, þar sem mýrunum er breytt í
fögur tún með framræslu, tilbúnum áburði og réttum
grastegundum. Það sást bezt af hinum stóru hlöðum,
sem enn geymdu miklar fyrningar, og hinum fallega bú-
stofni, er var um 250 mjólkandi kýr, auk ungneytis,
hesta og svína, að þessi nýrækt gaf ríkulega uppskeru.
Gripirnir voru í nýjum, mjög hreinlegum og rúmgóðum
húsum. Hvað þessar fallegu, en frekar litlu, íslenzku kýr
gáfu af sér af fituhárri mjólk, hvernig meðferðin á
mjólkinni var, í nýtízku mjólkurbúi, með tilheyrandi rann-
sóknastofu (þar sem helztu rannsóknir á gæðum mjólk-
urinnar fóru fram), vitnaði allt um það, að á Islandi,
sem liggur svo norðarlega, og þar sem landbúnaðurinn
í heild sinni er frekar ófullkominn, er unnt að reka
fyrirmyndarbúskap, þegar beztu aðferðir nútímans eru
notaðar. En þessar aðferðir eiga rót sína að rekja til
landbúnaðarvísindanna.
Hin mörgu tún og túnblettir, er liggja meðfram veg-
inum til Korpúlfsstaða, og önnur býli Thors Jensens,
sem ég að eins sá frá bílnum, bentu öll í þá átt, að
íslenzkur landbúnaður væri á þroskaskeiði og framfara.
í sömu átt benti nýræktin fyrir sunnan Reykjavík, eink-
um kring um Vífilsstaðahælið, sem ég skoðaði með leið-
sögu hins fróða búnaðarmálastjóra Sig. Sigurðssonar.
Allt þetta sýndi, hvað unnt er að fá af íslenzkum
jarð^rgróðri.
Þótt ég hafi ekki sjálfur komið að búnaðarskólunum
á Hvanneyri og Hólum í Hjaltadal eða í tilraunastöð
Ræktunarfélags Norðurlands, þá er mér kunnugt um,
að þar eru fyrirmyndarbú, sem á komandi árum munu
hvetja til framkvæmda á sviði landbúnaðarins um land allt.
En þegar maður fjarlægist þessar miðstöðvar framfar-
anna og fer austur yfir Hellisheiði og kemur í nokkrar
af hinum þéttbýlustu sveitum landsins, verður myndin af
búnaðarháttum þjóðarinnar allt öðruvísi. Ferðir, sem ég
fór út á Reykjanes, til Þingvalla og meðfram Hvalfirði,