Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 301
29T
BÚNAÐARRIT
Forstjóralaun Annar kostnsður
Starfsgreinar : kr. a. kr. a.
Garðræktin .... 7411,00 4305,81
Fóðurræktin . . . 2000,00 9364,37
Dreifðar tilraunir 2> 2001,80
Grasfrærækt . . . 8409,50 41556,01
Ræktunarfélagið . 6000,00 20000,00
Alls
kr. a.
11716,88
11364,37
2001,80
49965,51
26000,00
Samtals kr. 26820,50 80089,33 106909,90
(Það skal tekið fram, að forstöðulaun við tilraunastarf
Ræktunarfélagsins eru áætluð).
Sem sagt, þá gengur til þessara mála J/6 til >/5 hluti
af öllu starfsfé félagsins. Tekjur af þessari starfsemi eru
á tímabilinu taldar kr. 11995,96, þar af útistandandi og
óseldar afurðir kr. 5825,73.
Því skal ekki neitað, að mörg af þessum verkefnum,
sem unnin eru fyrir þetta fé, eru góð og nytsöm. En
hinu verður heldur ekki móti mælt, að í þessa starfsemi
vantar tilfinnanlega skipulag. Það er augljós hlutur, að
þessari starfsemi er dreift á of margar hendur, og
verður þar af leiðandi mikið dýrari en þyrfti að vera,
sem sézt bezt á því, að þessi tvö ár hefir fjórði hluti
fjárins farið til forstöðulauna.
Nefndin telur brýna þörf á því, að hér sé eitthvað
dregið úr útgjöldunum, án þess þó að starfsemin í eðli
sínu þurfi að líða við það.
Vill nefndin beina því til stjórnar og búnaðarmála-
stjóra, að athuga vel alla möguleika til þess að færa
starfsemina saman, skipuleggja hana betur og færa hana
í fastari skorður en verið hefir.
Þá vill nefndin, út af tilhögun þeirri, sem höfð er
toeð reikningana, taka þetta fram:
Það virðist vera orðið að fastri venju, að afhenda
reikningana til nefndar, án þess að þeir hafi verið lesnir
UPP og skýrðir af stjórn félagsins.