Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 141
BUNAÐARRIT
131
Undan »Leif« sá ég 11 hrúta fullorðna, 6 tvævetra
og 5 veturgamla. Þeir voru, hvað mál og þyngd snertir,
sem hér segir:
Þungi. Ðrjóst. Hæö. Lofth. Framh. Miðhl. Aíturh. Breidd sp.
Veturgaml. 62 95,1 73,0 31,0 . 25,4 25,6 25,4 20,0
Tvævetra . 78,0 103,0 77,5 32,1 27,1 27,7 27,1 22,1
Eldri •. . . 85,8 105,0 80,4 33,1 27,8 28,4 28,0 22,7
Hjá mörgum þessum hrútum eru skörpu herðarnar
áberandi, eins og hjá föðurnum.
Aðrir hrútar, sem sýndir voru og góðir þóttu í fyrstu
ferðinni, áttu allir fáa syni, sem nú voru sýndir, en
sumir af þeim voru góðir. En þar var um svo fáa ein-
staklinga að gera, að ekki tekur að lýsa hér hvernig
þeir voru.
Hrútarnir, sem fengu I. verðlaun, voru:
1. Fífill, ]óns Sæmundssonar á Hóli, undan Skarða.*
2. Prúður, Guðlaugs á Bárðartjörn, undan Lóm á
]arlsstöðum.
3. Lómur, Benedikts á Jarlsstöðum, undan Einir.
4. Búi, ]óns á Finnastöðum, undan Spak*.
5. Sómi, Jóns í Kolgerði, undan Þvera, Grýtubakka.
6. Blettur, Guðmundar á Lómatjörn, undan Gul á
Jarlsstöðum.*
7. Jaki, Bjarna í Miðgerði, undan Þvera á Grýtubakka.
8 - 9. Hringur undan Reyk, og Fífill undan Roða, eign
Tryggva í Víðikeri.
10. Oðinn, Stefáns í Sandvík, undan Stikli á Sigurðar-
stöðum.
11. Smári, Páls á Stóruvöllum, undan Blettusyni á
Mýri.
12. Haki, Hermanns í Hliðskógum, undan Prúð á
Stóruvöllum.*
13. Stilkur, Baldurs á Lundarbrekku, undan Víðir:
14. Jökull, Jóns á Bjarnastöðum, undan Spak frá
Sigurðarstöðum.*