Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 475
BÚNAÐARRIT
465
stærðin t. d. er tilkomin af sama erfðavísinum frá báð-
um foreldrum, svo öll lömbin undan honum fái sama
-eðli til stærðar, eða að hann hefir fengið sitt eðlið frá
hvoru foreldrinu, svo við sjáum hvorugt, heldur miðlung
af báðum, og því fái ekkert lamb undan honum eðli til
sömu stærðar og hann, heldur sum eðli til að vera
minni og önnur stærri.
Enn á bóndinn frekar að fá hrútinn úr stað, þar sem
lífsskilyrðin, sem féð á við að búa, eru ekki betri en
hann býður sínu fé. Geri hann það, getur hann frekar
búist við, að það, sem hann sér hjá hrútnum, sé honum
meðskapað, en ekki áunnir aflaðir eiginleikar, sem ekki
erfast. Aldrei á að kaupa hrúta frá stöðum, þar sem
vitanlegt er, að til eru í fénu huldir gallar, nema vitan-
legt sé líka, að um sérstakan fjárrnann sé að ræða, sem
óvenju vel fylgist með ætterni fjárins, og geti því vitað,
í hvaða einstaklingum gallarnir eru og hverjum ekki.
Leiðirnar, sem ég tel þá liggja að því marki, að fá
féð á heimilunum samstætt og eins að ytra útliti og innri
eiginleikum, og eins og maður helzt vill og ég áður var
að reyna að lýsa að byggingu til, eru þá tvær: Halda
ærbók, halda ánum, merkja lömbin og setja aldrei á lamb
sem maður 'ekki veit hvernig er ættað. Velja úr sínu
«igin fé það bezta, og æxla það saman, verða ekki
hræddur þó féð fari að verða skylt, en vera sívakandi
á verði og aðgæta, hvort fram koma athugaverðir gallar.
Geri þeir það ekki, þá er sá á beinustu leiðinni að
markinu, sem þetta gerir.
En komi gallar í ljós, sem gera þessa leið lítt færa,
þá verður bóndinn að sætta sig við að kaupa hrút að.
En þá á hann að muna, að hrúturinn á að hafa sömu kosti
og ærnar, og sem flesta umfram, vera af stofni, sem hefir
verið ræktaður með skyldleika-rækt og hefir því ekki
hulda galla, sem hann færir yfir á heimastofninn, vera úr
stað, þar sem féð lifir við líkust skilyrði og hann býður
sínu fé, og vera umfram alt harðgerður og hraustur.
30