Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 477
B Ú N A1) A R R II
407
oft, og æfinlega sé um lélegar engjar að ræða, ódýrara
að kaupa síldarmjöl, sem er besta fóðrið með beit, sem
völ er á, en að þurfa að gefa fénu inni. Og reynslan
sýnir líka, að þó beitin sé ekki svona létt, þá borgar
sig víða að kaupa síldarmjöl, til að gefa með beitinnú
Því segi ég: Hver einasti bóndi á að reyna að gera
sér ljóst hvað það kosti hann, á sinni jörð, að afla út-
heyja til að gefa fé sínu með beitinni að vetrinum. Þeg-
ar hann er búinn að átta sig á því, þá á hann að at-
huga, hvert það ekki með því verði, sem þá er á síld-
armjöli, borgi sig að kaupa það, til að gefa með beit-
inni, í stað þess að taka fólk til að urga saman heyjun-
um. Og þá má hann vera viss um að ívilna ekki síldar-
mjölinu, ef hann reiknar með því að fyrir hvert 1 kg.
af síldarmjöli sem hann gefur með beit, geti hann spar-
að 10 kg. af heyi.
Þá þetta: Þið kannist allir við þá trú, að það sé
landinu að kenna eða þakka, að féð á þessum eða
hinum staðnum sé rýrt eða vænt. Okkur mönnunum
hættir altaf við því að reyna að finna orsakirnar til þess,
er miður fer hjá okkur, utan við okkur. Við viljum altaf
geta sagt »það er ekki mér að kennac. Ég held að
okkur væri betra að taka upp þá lífsreglu, að leita fyrst
að því, hvort orsakir til misfellanna geti ekki legið hjá
okkur, og ef við ekki finnum þær þar, þá fyrst fara að
leita utan við okkur. Og þó mér detti ekki í hug að
neita því, að landgæði hafi mikið að segja, sérstaklaga
til þess að gera fjárræktina mis dýra, þá er enginn
minsti vafi á því, að aðalástæðan til þess að féð er vænt
eða lélegt, er í meðferð fjárins en ekki í landinu. Til
þess að geta sannað mönnum þetta, hef ég fengið menn
um landið þvert og endilangt til þess að vega fyrir mig
nýborin lömb, og vega svo aftur sömu lömb að haust-
inu. Það hefur þá sýnt sig, að megin þorrinn af lömb-
unum, sem vegin hafa verið fyrir mig, hafa kringum það
10 faldað þann þunga, sem þau höfðu nýborin, frá því