Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 184
174
BÚNAÐARRIT
lundinn 00 manns og var aðsókn ekki eins mikil og
vænta mátti, því Byggðarholtsá var ófær, svo fólk af
austurbæjum í Lóni gat ekki komið. Þó mátti ]>essi
fundarsókn teljast mjög góð, því veður var hvergi
nærri gott og vestri vötnin mikil, en ekki ófær.
Ur Lóni hélt ég daginn eftir fundinn, vestur að Höfn
i Hornafirði. Var þar fundur <)g sóttu haUn einnig um
00 manns.
Daginn eftir, 1. des., hafði verið l)oðuð skemmti-
samkoma í Nesjum, í tilefni af fullveldisdeginum.
Þótti mér ekki hlýða að ræða um búfræðileg efni á
þeirri samkomu, en eftir ósk þarbúandi manna talaði
ég tvisvar á skemmtuninni, um önnur efni. Voru um
tvö hundruð manns á þeirri samkomu. Næsta dag, 2.
des., flutti ég fyrirlestur um garðyrkjuna, á fundi á
sama stað og kvöldið áður, kirkjukjallara í 'Nesjum.
Voru þéir prýðilega sóttir, ekki sízt þegar tekið var
tillit til þess, að skemmtunin, sem var kvöldið áður,
hafði staðið fram undir morgun. En frá því að skemmt-
unin var liti og þar til fyrirlestrarnir byrjuðu, var ég
hjá Hákoni Finnssyni á Borguin og gaf honum ráð
viðvíkjandi garðrækt og fyrirkomulagi hlómgarðs, er
harin hel'ir í hyggju að lithúa við hið nýbyggða mynd-
arlega hús sitt.
Daginn þar á eftir hélt ég áleiðis vestur á Mýrarnar,
því þar var ákveðinn fundur að Holtum. Varð að t'ara
yfir Hornafjarðarfljótin liið innra, því spillt voru þau
orðin neðra. Fundur hófst um kl. 6 og var allvel sótt-
ur. Kom af sumum bæjum allt fólkið. Mýramenn sælcja
fundi manna hezt. Stóð fundurinn frairi undir morgun.
Þaðan, af Mýrum, var haldið að Kálfafellsstað í
Suðursveit. Var þar og komið margt manna, því veður
var gott. Að afloknum fundi þar hélt ég á miðnætti
burtu, að Hala í Suðursveit, til þess að vera nær
Breiðamerkursandi, er fara slcyldi yl'ir næsta dag.
Jökulsá hafði verið alófær um mánaðartima, hæði áin