Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 307
B Ú N AÐ A R R I T
297
T e k j u r:
1. Samkvæmt áætlun stjórnar Búnaðarfélags Islands, er
lá fyrir nefndinni, voru tekjur taldar kr. 231312,50.
Vegna sölu gróðrarstöðvarinnar má vænta nokkuð
meiri tekna af vöxtum en þar er gert ráð fyrir, og
hefir nefndin því hækkað þann lið um kr. 400,00.
Samkvæmt reynslu um bóksölu, telur nefndin að gera
megi ráð fyrir kr. 3000,00 tekjur í stað kr. 2000,00-
Hækkar því tekjuáætlun um kr. 1400,00 eða í
kr. 232712,50.
G j ö 1 d:
Gjaldliður 1. Stjórnarkostnaður:
Laun búnaðarmálastjóra eru hér talin samkvæmt áætl-
un stjórnarinnar, mun það vera eftir launareglum bún-
aðarfél. Isl. með 15 °/o dýrtíðaruppbót, getur það breyzt
eftir því sem dýrtíðaruppbót embættismanna ríkisins
breytist. Þetta sama á við öll fastalaun í áætluninni.
Ferðakostnaður búnaðarmálastjóra hefir verið árið 1932
kr. 3406,20. Á þessum lið virðist mega spara nokkuð,
með því að taka meira tillit til en verið hefir undan-
farið, að víða um landið eru fastar áætlunarferðir bíla
allt sumarið.
Kaup á sérstökum bílum til ferða, ásamt biðpeningum,
verður alltaf ærið kostnaðarsamt og vafasamt að slíkar
hraðferðir, með mjög stuttu millibili í sama héraði, svari
tilgangi sínum. Ferðalög þessi að undanförnu virðast
hafa verið alveg planlaus og þarf það að færast til betra
skipulags. Nefndin telur að fullríflegt sé að áætla til
þessa kr. 2500,00.
Gjaldliður 3 b. Verkfæratilraunir:
Á undanförnum árum hefir lítið verið gert að verkfæra-
tilraunum og ekki eyðst til þess nema kr. 453,00 árið 1931
og kr. 113,15árið 1932. Nú er í ráði að kaupa og reyna
tætara, og hefir nefndin áæílað lið þennan kr. 2600,00.
Benda máá, að ef hætt verður í Gróðrarstöðinni við fóð-