Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 135
I3ÚNAÐARRIT
125
í þeim jarðvegi sem hér er um að ræða. Má því segja
að þær litlu vonir, sem voru um nothæfi þessara plóga,
hafi brugðist.
Vinnslu norská plógsins má helzt líkja við stóran nót-
hefil, með því að plægja með honum fram og aftur
fleiri ferðir er moldin »hefluð« upp úr skurðinum í
þunnum plógstrengjum, unz kominn er meters djúpur,
og um 15 cm breiður skurður eða ræsi, með alveg
þverhníptum bökkum. Vinna með þessum plóg hefir
gengið sæmilega greiðlega, en því miður stoðar það
lítið, því ekki hafa fundist, og virðast ekki sjáanleg,
nein ráð til að loka ræsunum eftir plóginn, svo í lagi
sé. — í Noregi eru þessir plógar allmikið notaðir til
þess að grafa ræsi, sem leirpípur eru lagðar í, en slík
ræsagerð er of dýr hér á landi. Þrátt fyrir hinn nei-
kvæða árangur hefi ég viljað nefna þessar framræslu-
tilraunir, því margir spyrja eftir þeim og bíða þess að
einhver tæki fáist, er geri framræslu til túnræktar auð-
sóttari. Því miður virðist, enn sem komið er, ekki vera
völ á neinum slíkum tækjum.
Dráttavvéla-námsskeid voru haldin að tilhlutun B. Isl.
vorið 1930 og 1931, annaðist ég undirbúning þeirra og
framkvæmd, ásamt Pálma Einarssyni ráðunaut. Fyrra
námsskeiðið stóð yfir frá 22. apríl til 12. maí, og var
sótt af 26 nemendum. Hið síðara 26. apríl til 15. maí,
þátttakendur 33. — Við bæði námsskeiðin lagði S. í. S.
til »International« dráttarvélar og ýms verkfæri með
þeim. Ennfremur útvegaði S. I. S. verkfræðing frá
»International«-verksmiðjunum, til þess að kenna á náms-
skeiðinu 1930, og var það gert B. Isl. að kostnaðar-
lausu.
Fyrirlestrar og ritstörf: A þessum árum hefi ég ekki
farið neinar lengri fyrirlestraferðir fyrir B. Isl., að eins
haldið nokkra fyrirlestra hér og þar í nærsveitum Rvíkur,
eftir því sem ástæður hafa leyft, og svo í Utvarpið,
eftir að búnaðarfræðsla Ð. ísl. byrjaði þar 1931.