Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 51
BÚNAÐARRIT
45
fyrir kr. 200,00 og peninga kr. 300,00, allt samkvæmt
nótum, sem heimta verður helzt um leið og úttektin fer
fram, tölusetja og geyma sem fylgiskjöl. Allir þessir liðir
færast gjaldamegin (eru gjöld fyrir kaupfélagið). Þess
skal getið að peningarnir, kr. 300,00, eru einnig færðir
• sjóðreikning — þar sem tekjur, o. s. frv.
Samtals verða tekjuliðirnir kr. 1900,00 en gjöldin kr.
1200,00. Mismunurinn er kr. 700,00 sem tekjurnar eru
hærri en gjöldin — bóndinn lagt meira inn en tekið út.
Þessar kr. 700,00 færast gjaldamegin, til þess að fá
jöfnuð á reikninginn. Það mætti líka hugsa sér að bónd-
inn, á því augnabliki, sem reikningnum er lokið, heimt-
3Öi þessa upphæð sér útborgaða, eða þessa árs reikn-
'ngur lætur hana af hendi til næsta árs reiknings og
skrifast hún þar tekjumegin.
Sparisjóðsreikningurinn byrjar með >inneign«, þ. e.
sparisjóður á hjá bónda. Færist gjaldamegin kr. 200,00.
Teknir peningar úr sparisjóði færist einnig gjaldamegin,
kr. 105,00, en lagt í sparisjóð tekjumegin, kr. 100,00.
Mismunur á tekjum og gjöldum verður kr. 205,00, skrif-
ast tekjumegin, er inneign sparisjóðs hjá bónda, sem
síðar er hægt að heimta og verða þá tekjur sparisjóðs.
Peningaviðskipti við sparisjóðinn færast einnig í sjóð-
reikníng, en í gagnstæða dálka þar,
IV. Dagbókin (Form II).
Hér að framan hefir verið talað um viðskiptareikninga
búsins út á við, án tillits til þess, hvérjar búgreinar hafa
tekið þátt í þeim.
Sérhverja búgrein má nú skoða sem sjálfstæðan við-
skiptaaðila, sem hefir margskonar viðskipti, bæði við
aðrar búgreinar og menn og stofnanir út á við. Við
sundurliðaða búreikningafærslu þarf að halda viðskipta-
reikning fyrir hverja búgrein, til þess að geta glöggvað
S1S á tekjum hennar og gjöldum. Og þessir reikningar
eru í eðli sínu ekki frábrugðnir þeim viðskiptareikning-