Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 326
B Ú N A }) A R R I T
:51(5
verkefni til túnræktar, mætti líka gera athuganir með
garðrækt í köldum jarðvegi, eru í landinu grónir hraun-
hvammar, sem að vissu leyti eru vel fallnir til kartöflu-
ræktar.
Sá sem fer með erindi þessi og stendur fyrir fram-
kvæmdum í málinu fyrir Ljósavatnshrepp, Kristjáns Sig-
urðsson hreppstj. á Halldórsstöðum, er fyrirmyndar bú-
höldur í sinni sveit, og má vænta að gætilega verði haldið
á öllu við stofnun og rekstur bús þessa, á meðan hans
nýtur við. Hefir hann tjáð nefndinni, að til að byrja með
myndi hreppurinn ekki nota nema helming lánsheim-
ildarinnar.
Viðbótin við 4. lið var samþ. með 8 : 3, og viðbótin
við 6. Iið með 11:0, og grundvallaratriðin þannig breytl
með 12:0, en meðmæli um byggingarlán með 10:3 atkv.
Felld var með 10:3 svohlj. breytingatillaga Sveins
]ónssonar við 4. lið (þskj. 234);
4. liður verði:
»Bún.fél. Islands veitir búum þessum styrk þannig:
1. I stofnkostnað, til áhalda- og bústofnskaupa, eftir
stærð og fjölbreytni búanna, kr. 1000,00-5000,00,
enda komi tilsvarandi upphæð á móti frá viðkomandi
búnaðarsambandi. Upphæðina í hverju einstöku til-
felli ákveður Búnaðarfél. íslands.
2. Árlegan styrk, er nemi kr. 300,00 á hvern nemanda,
er dvelur þar árlangt«.
Og felld var með 7 : 3 tillaga Magnúsar Þorlákssonar,
að undir 4. lið komi 200 kr., í stað 300 kr.
Málinu var síðan vísað lil fjárhagsnefndar, og endan-
leg afgreiðsla þess felst í gjaldlið 26, árið 1933.
12. Má/ nr. 22 og 32.
Erindi Guðmundar Jónssonar, kennara á Hvanneyri,
um ritlaun fyrir Búreikninga (mál 22, þskj. 93) og um