Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 472
462
BÚNAÐARRIT
reyna að átta sig á því, hvort það geti hafa verið að
ræða um veikina »gulu« í fénu. Hún kemur oft af þreytu,
ofkælinga og því líku. Ef hann geíur ekki fundið eðli-
lega ástæðu, ber honum að athuga, undan hvaða hrút
gulu lömbin eru, og hvort og hvernig ærnar eru skyldar
honum, og kemur þá oft í ljós, hvernig þessu er varið.
Undan á og hrút, sem hafa sýnt það á afkvæmum
sínum, að í þeim er einhver af ofantöldum göllum, á
ekki að ala líffé, hversu vel byggð sem kindin annars
kann að vera.
Þá vitum við, að þess eru dæmi, að erfðavísirarnir,
sem ráða mjólkurmynduninni, geta fallið svo saman hjá
sauðfénu við skyldleika-rækt, að ærnar hætti algerlega
að mjólka. Þetta kemur ekki í ljós fyr en ærnar eru
orðnar tvævetlur, og þá er bóndinn búinn að ala þær
í tvo vetur. Það getur því orðið verulegur hnekkir að
að því fjárhagslega, að gera féð skylt, ef þessir eða
aðrir gallar hafa verið í stofninum. Við vitum ekk-
ert um það, hvernig hreysti og þol erfist, en að sjálf-
sögðu ber bóndanum að vera vel á verði og aðgæta,
hvort nokkuð kemur í ljós hjá skylda fénu, sem bendi á,
að fram komi ein eða önnur óhreysti, frekar í því en
öðru fé.
Þessi leið er þröng, en eins og áður er sagt, er hún bezt,
sé hún fær. En ef það sýnir sig, að fram koma í fénu gall-
ar, sem áður voru óþekktir, þá verður allur fjöldi af bænd-
um að hætta, og fara að fá sér hrúta að. Með því útrýmir
hann eklú göllunum, heldur felur hann þá, alveg á sama
hátt og bóndinn faldi mórauða litinn í fénu sínu, með
því að nota kynhreinan hvítan hrút til ánna. En með
því verður hann ekki fyrir neinum skaða. Það ber því
alltaf að skoða sem neyðarúrræði, að þurfa að vera að
kaupa sér hrúta að, ef'bóndinn vill eignast gott, kyn-
hreint og samstætt fé hvað eðli og útlit snertir.
Hitt er annað mál, að með hrútakaupum getur hann
fengið sér vænt og afurðagott fé í bili, en kynhreint