Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 130
120
BÚNAÐARRIT
Fram að 1928 var Noregssaltpétur sá áburður, sem
helzt var notaður. Eftir 1928 hverfur hann algerlega úr
sögunni og Kalksaltpétur kemur í staðinn. Þá kemur
líka ný áburðartegund, Nitrophoska, til sögunnar og
nær miklum vinsældum, sökum þess hve hún er efna-
auðug og alhliða.
Þegar þess er gætt, að í 2 sekkjum af Nitrophoska
er álíka mikið af jurtanæringu eins og í 5 sekkjum af
venjulegum áburðartegundum: Saltpétri, superfosfati og
kalí, er ljóst að á árunum 1929—32 hefir sparast mjög
mikið fé í farmgjöldum og öðrum kostnaði við að flytja
inn Nitrophoska í stað annars áburðar.
Sökum verðbreytinga og breytinga þeirra, sem hafa
orðið á því, hvaða tegundir áburðar eru mest keyptar,
sýnir sekkjatala og innkaupsverð áburðarins ekki fylli-
lega glögga mynd af notkuninni. Hin raunverulega
notkun sézt gleggrá með því, að athuga hvað flutt er
inn af jurtanæringu: Köfnunarefni, fosforsýru og kalí.
Tilbúinn áburður. — Innflutningur 1921—1932.
Efnamagn ábu rð arins talið í smálestum'.
Ar Köfnunarefni Fosforsýra Kali
1921 . . . . . . 2,3 2,1 1,8
1922 . . . . . . 10,3 14,6 1,6
1923 : . . . . . 18,4 11,9 4,3
1924 . . . . . . 25,6 17,7 1.5
1925 . . . . . . 26,8 30,1 6,1
1926 . . . . . . 103,9 72,o 5,7
1927 . . . . . . 36,3 0,7 7,5
1928 . . . . . . 143,6 44,4 24,5
1929 . . . . . . 296,6 122,8 117,8
1930 . . . . . . 490,4 229,3 254,9
1931 . . . . . . 528,2 253,4 323,8
1932 . . . . . . 380,6 131,9 152,8
Það var fyrir fram vitað, að rekstur Áburðarsölunnar
mundi baka ríkissjóði töluverð útgjöld, þar sem útgjalda-
megin koma öll farmgjöld og allur annar kostnaður, en
tekjumegin fyrir ríkissjóð eigi nema mjög lítil álagning,