Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 53
BÚNAÐARRIT
47
hér að ræða um gjöld vegna eigandans (hann tæki á
móti), því öll stærri peningaviðskipti. er viðkoma búinu,
er sjálfsagt að færa strax inn í dagbókina.
fiver viðskiptaatburður er nú færður á tveim stöðum,
í einn reikning sem tekjur, en í annan sem gjöíd. Þetta
hyggist á því, eins og skýrt er frá í kaflanum um tvö-
falt bókhald, að ávallt þegar einhver lætur eitthvað af
hendi þá er annar, sem tekur á móti.
Hér geta verið um fernskonar viðskipti að ræða:
1. Innbyrðis viðskipti milli búgreinanna.
2. Viðskipti milli búgreina og sjóðsins.
3. Viðskipti búgreina út á við (við viðskiptareikninga).
4. Viðskipti milli viðskiptareikninga og sjóðsins.
01/ dagleg viðskipti eru færð í dagbókina, annaðhvort
strax og þau eiga sér stað eða fylgiskjölum þeirra er
safnað saman (t. d. verzlunarnótum) og færslurnar þá
stundum samandregnar við og við færðar inn i dag-
bókina. Líkt gildir um mjólk, egg o. fl. (sjá síðar).
Nú skulu tekin nokkur dæmi til skýringar því, hvernig
fært er í dagbók:
1. Seld mjólk fyrir peninga kr. 25,00. Færist goldið
hjá kúm, tekið hjá sjóðreikning.
2. Keypt hestajárn fyrir kr. 5,00. Goldið hjá sjóðreikn-
>ng en tekið hjá hestum.
3. Mafvara hjá kaupfélagi út í reikning kr. 8,00.
Goldið. af viðskiptamannareikning, tekið hjá matreiðslu.
4. Greidd viðgerð á skilvindu kr. 6,00. Goldið af sjóð-
reikning, tekið af verkfærareikning.
5. Borin mykja á tún kr. 80,00. Goldin af kúm, tekin
af túnreikning.
6. Keypt fræ í nýrækt og garða kr. 50,00. Goldið af
sjóðreikning. tekið af nýrækt kr. 45,00 og garðareikn-
>ngi kr. 5,00.
7. Lögð inn ull kr. 132,00. Goldið af sauðfé, tekið af
viðskiptamannareikning.
8. Taða til kúa, kinda og hrossa kr. 1534,88. Goldið