Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 374
364
B U N A1) A R R I T
það mikil aðstöðu-umbót, ef þeir gætu komið þessum
áformum sínum í framkvæmd, og að ekki sé rétt að
hamla þeim aðgang að óræktuðu landi, sem vilja leggja
fé sitt og vinnu því til umbóta.
Samþykkt með 11 samhlj. atkv.
41. Mál nr. 23. .
Erindi Vigfúsar Helgasonar, kennara á Hólum, um
útgáfu vasabókar fyrir bændur, þskj. 94.
Jakob H. Líndal bar fram og mælti fyrir tillögu og
greinargerð nefndarinnar, á þskj. 164, svohljóðandi:
Tillaga:
»Búnaðarþingið viðurkennir nauðsyn á handhægri
vasabók fyrir bændur. En með því að samning og
útgáfa hennar mundi verða nokkuð kostnaðarsöm,
sér það ekki fært, að veita nægilegan styrk til
slíkrar bókar, að svo stöddu, né taka að sér út-
gáfu hennar.
Hinsvegar vill Búnaðarþingið beina því til stjórn-
ar Búnaðarfélag Islands, að hún leyti samninga við
hið íslenzka Þjóðvinafélag, um að fá nokkurt rúm
fyrir Búnaðarbálk í Almanaki þess, á ári hverju*.
Greinargerð:
Til allsherjarnefndar hefir verið vísað erindi Vigfúsar
Helgasonar, Hólum, um útgáfu árlegrar vasabókar fyrir
bændur, er hann ráðgerir að innihaldi um 75 bls. lesmál
auk 125 bls. strikaðra eyðublaða. Nefndinni er ljóst, að
mjög æskilegt væri fyrir bændur að hafa slíkt rit við
hendina, hvenær sem væri, en benda má á, að »Hand-
bók fyrir bændur*, er enn mun vera tölvert upplag af,
gæti bætt það nokkur ár. En það, sem mestu máli
skiptir, er það, að hjá svo fámennri þjóð, sem vér erum,
mundi útgáfa slíkrar vasabókar sem þessarar, tæplega