Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 466
BÚNAÐARRIT
456
haustinu. Undantekningar frá þessu eru tvær, glöggi fjár-
maðurinn, sem af »Guðs náð« hefir fengið svo glöggf
fjárauga í vöggugjöf, að hann þekkir hvert lamb að
haustinu, eftir að hafa séð það og umgengist um burð-
artímann að vorinu, og bóndinn sem býr svo útúr með
sitt fé, að hann getur átt það víst, að hver ær komi
með sínu lambi að haustinu, svo hann af mæðrunum
geti þekkt hvert lamb. Þessir tveir þurfa ekki lamba-
merki. Hinir þurfa þau allir. Beztu lambamerkin, sem
ég þekki, eru alúminíum-renningar, sem settir eru í eyru
lambanna. Þeir eru seldir eftir þyngd og kostar kg um
kr. 7,50 og eru í því 1600 merki. Til að setja tölustafr
á merkin þurfa að vera til stálstimplar og kosta þeir
kr. 3,50 pr. sett, en þá er alls ekki nauðsynlegt að hver
bóndi eigi, heil sveit getur átt þá í sameiningu, því töl-
urnar á merkin má setja að vetrinum, eða hvenær sem
vill og bezt hentar., Renningarnir eru klipptir í sundur
og er þá hvert merki liðugir 2 cm á lengd. En þægi-
legra og betra er að hafa spítu, tálga hana svo til, að
hún myndi mjóan sporbaug og vefja svo renningnum
utan um hana, smokka spítunni úr og klippa svo sund-
ur. Þetta er bæði fljótlegra og fæst öruggara gott lag á
merkin með þessu, en hinu, að beygja hvert merki eftir
að búið er að láta það í eyrað. Gegnum eyrað er síðan
sett gat með t. d. stórri skónál eða litlum pennahníL
Þetta gat á að vera innan við aftari eða fremri brjósk-
rákina, sem gengur upp eyrað, eftir því, hvernig stend-
ur á undirbenjum í marki fjáreiganda, og í gegnum það
er nú merkið sett og beygt aftur saman. Sé gatið ekki
sett innan við brjóskrákina, heldur utan við hana, þá
getur hvorttveggja komið fyrir, að merkið festist og rifni
út úr eyranu, og að merkið éfi sig útúr því, svo það„
þegar kindin er orðin 3 vetra, sé komin lögg á eyrað,
en merkið horfið. Eins getur það komið fyrir, ef merkið
er beygt eftir að búið er að láta það í eyrað, að beygj-
an verði svo skörp, að brúnir eyrans merjist og því