Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 463
BÚNAÐARRIT
453
En þó það sé að mínu áliti aukaatriði t. d. hvernig
kindin er lit í andlitinu, gul, hvít, kolótt, bládropótt, gul-
kolótt o. s. frv., þá er annað, sem krefjast verður úr
svip kindarinnar og hreyfingum öllum, en það er, að
það sé glöggt, að kindin sé harðger og hraust. Því má
ekki gleyma, en herzlan og hreystin getur verið jafnt
til staðar í gula og snjóhvíta andliiinu, og í öllum öðr-
um svipbrigðum andlitsins. Því má ekki fordæma kind
fyrir aukaatriði, sem einungis snerta smekk manna, en
ekki hafa neina hagfræðilega þýðingu.
Hornalag kindarinnar getur aftur haft þýðingu. Það er
til sérstakt hornalag, stórhyrnt með skörpum kanti, sem
veit beint fram, sem hefir í för með sér sérstaklega
stóran horngarð á lömbunum, og af honum leiðir aftur,
að hætt getur verið við, að það standi á horngarðinum
í burðarliðnum. Þess vegna eiga þeir, sem nú þykir
þetta hornalag fallegt, að venja sig af því. Það er ekki
hagfræðislega rétt að hafa það á fénu, og því á það að
hverfa, þó einhverjum þyki það fallegt.
Eg skal þá aftur draga saman, hvernig hrúturinn á
að vera, áður en ég byrja á hinu, hvernig þig eigið að
fá ykkar fé svona byggt.
Hrúturinn átti að vega um 100 kg. Hafa 110 cm
brjóstummál, 50 cm. skrokkdýpt og vera svo gildur, að
að hann fái 10 cm útslátt í brjóstummáli, vegna gild-
leikans. Lengdarhlutföllin eiga að vera rétt, spjaldhrygg-
urinn sem breiðastur, 22 cm eða meira, yfirlínan bein
og lárétt, malirnar beinar, breiðar, ferkantaðar eða
kassalagaðar, herðarnar flatar, og bógarnir vel festir við
skrokkinn, vöðvafyllan aftan við bógana sem mest og
hrúturinn sem holdmestur og þéttholda, ullin sem mest,
illhærulaus, og hæfilega fín, húðin rauð og laus, bring-
an breið og standi sem bezt fram fyrir bógana, og
kindin harðger og hraust.
Þá kem ég nú að hinu, hvað þið getið nú hver og
einn gert, til þess að fá þetta byggingarlag á allt ykkar