Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 378
B Ú N A Ð A R R I T
3(»8
þar sem sérstaklega væri fengur í að kynnast rekstri
einstakra búgreina eða fleiri.
Auk þess væru slíkir nemendur teknir um tíma sem
aðstoðarmenn jarðabóta-ráðunauts Búnaðarfél. Islands
til æfinga í landmælingum og áætlunum um jarðræktar-
fyrirtæki, og Ioks ætti þeim að gefast kostur á, að vera
um tíma á ferðum með búfjárræktar-ráðunaut á sýningar.
Um hið bóklega framhaldsnám virðist nefndinni ein-
lægast, að setja það í samband við annan hvorn bænda-
skólann. Nú sem stendur skortir þar ekki húsrúm,
þótt bætt væri við fáeinum nemendum, og þar sem
bændadeild skólanna hefir lítið verið notuð, ætti ekki
að vera til mikils baga, þótt henni yrði breytt í þetta
framhaldsnám, við annan hvorn skólann. Með því móti
ætti að vera hægt að koma við eins vetrar framhalds-
námi í sérstakri deild, án þess að fjölga kennurum.
Ætti þetta að verða hvöt fyrir kennarana til þess, að
búa sig sem bezt undir kennsluna og viða sem mestu
að sér af innlendum fróðleik, er þeir fá aðstöðu og
tækifæri til þess, að ganga lengra inn á ýmsar greinar
sérfræðinnar, en hinn takmarkaði tími Ieyfir, við venju-
lega kennslu bændaefna. Gæti það svo haft þýðingu fyrir
uppbygging íslenzkrar búfræði, er síðar gæti orðið vísir
til annars meira, er fræðilegur þroski og efnahagur
þjóðarinnar batnar.
Gera má ráð fyrir, að nægilegt mundi vera, til þess
að fullnægja þörf á starfskröftum, í þessum sérstaka til-
gangi, að 2—3 menn lykju árlega slíku námi, en auk
þess myndu ýms námfús bændaefni gjarnan vilja verða
þessa framhaldsnáms aðnjótandi, og gæti það haft sína
þýðingu fyrir búnaðinn almennt.
Tillagan samþ. með 11 samhlj. atkv.
44. Mál nr. 39.
Frumvarp til laga um heimild fyrir ríkisstjórnina, til
þess að kaupa jörðina Olafsdal í Dalasýslu, til stofnunar