Búnaðarrit - 01.01.1933, Page 33
BÚNAÐARRIT
27
t. d. skipta hrossareikningi í stóShross og tamin hross,
varp eða veiðiskap, svínarækt, loðdýrarækt, alifugla o. s.
frv. Að vísu eru ekki til dálkar fyrir þetta allt, enda
mun sjaldgæft að sami maður hafi svo fjölbreytta fram-
leiðslu, auk þess, sem áður er talið. Skal nú farið nokkr-
um orðum um þessi atriði.
Það leiðir af sjálfu sér, að sauðfé og kýr, sem nú
er aðal-framleiðsla íslenzkra bænda, þurfa að hafa sína
sérreikning-a. I búreikningsfærslunni er varla hægt að
koma því við að skipta þeim niður í undirflokka, t. d.
lömb og fullorðið, mjólkandi kýr og ungviði. Vilji menn
vita sérstaklega um uppeldiskostnað gripanna, verður
það að gerast á öðrum stað.
Þar sem hestar eru notaðir til vinnu og ekki fleiri en
heimilið þarf með til þeirra hluta, er nægilegt að færa
einn reikning fyrir þá. Hlutverk hans verður þá að
finna dýrleika hestavinnunnar, sem aðrar búgreinar
verða að bera í hlutfalli við notkun. Eigi bóndinn aftur
á móti mikið af stóði, meira en nauðsynlegt er til við-
halds vinnuhestunum, þá verður það að teljast sem sér-
stök arðberandi grein búskaparins, sem halda þarf sér-
reikning yfir. í formunum hér á eftir er engin sérstakar
dálkur fyrir stóð. Ef auðu dálkarnir eru notaðir til ann-
ars mætti jafnvel færa viðskiptaatburði, er viðkoma stóð-
hrossum í hestadálkana, en merkja þær tölur sérstak-
lega. Vanalega munu þær færslur vera fáar.
Tún- og engjareikningar eru haldnir til þess að fá
fram framleiðsluverð á heyi. Er það nauðsynlegt sam-
kvæmt áður sögðu um virðingu á heyi.
Það getur oft verið örðugleikum bundið að ákveða,
hvað hver búgrein á að taka á móti miklu af heyi. Þetta
gildir einkum þar, sem tvær eða fleiri búfjártegundir
nota sömu hlöðu eða tóft. Verður þá að skrifa áætlað
magn hjá hverri búfjárgrein og ákveða svo með fóður-
skýrslum hvað eyðist. Eyði ein búfjártegund meiru en
henni var ætlað, skrifast það á milli. Fái t. d. sauðfé