Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 346
330
B U N A Ð A R R I T
Nefndin hefir eigi aðstöðu til og sér eigi, að Búnað-
arþinginu sé fært að koma fram með ákveðnar tillögur
viðvíkjandi því, sem farið er fram á í tveimur fyrstu er-
indunum, en vill hinsvegar, hvað hina sameinuðu hlið
þessara mála áhrærir, reyna að beina málinu inn á
ákveðna braut.
Nefndinni er það ljóst, að Búnaðarþinginu er eigi kleift
eins og sakir standa, að taka ákveðna afstöðu til ný-
býlamálsins í heild sinni eða einstakra hliða þess. Leið-
irnar til að stofna nýbýli geta verið ýmiskonar, eins og
erindi þessi bera með sér, og allar átt rétt á sér. Vér
getum t. d. hugsað oss nýbýli mynduð sem einstök býli
til og frá um byggðir landsins, við skiftingu jarða, eða
að þau séu mynduð í hverfum, eða sem samyrkjubú, þar
sem aðstaða til ræktunar, markaðs og hagnýtingar orku-
linda er sérlega hagstæð. Landrými það, er slík býli
þurfa til umráða, getur verið mjög breytilegt og fer eftir
því, hve fjölbreytta ræktun er hægt að stunda, kvikfén-
aði þeim er býlin hafa, beitilandi, markaðs aðstöðu o.
fl. o. fl. Það liggur því í augum uppi, að nýbýli má og
á að stofna á mjög breytilegan hátt, og með ýmsu sniði.
Nýbýlamálið er í eðli sínu alþjóðarmál. Það er fyrst
og fremst búnaðarmál, að því leyti að það miðar að
fjölgun býla og hagnýting ræktunarskilyrða landsins, en
það er þjóðfélagsmál vegna þess, að það stefnir að því
að skapa skilyrði fyrir fólksfjölgun þjóðarinnar, að við-
halda nauðsynlegu jafnvægi milli sjávar og sveita. og að
myndun þjóðfélagsverðmæta, sem erfast frá kynslóð til
kynslóðar.
Einmitt af því, að málið er svona fjölþætt og þýð-
ingarmikið, lítur nefndin svo á, að það sé eigi forsvar-
anlegt, að Búnaðarþingið fari að samþykkja nú ályktanir
um einstakar hliðar þess, meðan þann grundvöll vantar,
sem byggja þarf á, sem eru skýrslur um það landnám,
sem framkvæmt hefir verið á síðustu áratugum og rann-
sókn á þeim sérstöku skilyrðum og aðstöðu, sem ein-
i