Búnaðarrit - 01.01.1933, Blaðsíða 425
B U N A Ð A R R I '1'
415
náð »siöðugric (konstant) þyngd. Það vatn, sem þá er
gufað burt, er reiknað út í prósentum af loftþurri mold.
Þau brot af efnasamböndum [Fe203, AI2O3 og SÍO2],
sem leysast upp í súru ammoniumoxalati, eru ákveðin
eftir aðferð O. Tamm 1).
„Humus“ (lífræn efni) er ákveðinn eftir aðferð Tov-
borg Jensens1 2). Humusmagnið er reiknað út með því
að margfalda kolsýrumagnið með 0,471.
Köfnunarefnið er ákveðið eftir aðferð Kjeldahls3).
Þar eð ekkert sýnishornanna sýndi salpéturssýru eða
ammóníak, var allt köfnunarefni í lífrænum samböndum,
en köfnunarefnismagn þeirra er tiltölulega hátt, frá
c. 3,5 — c. 5 0/0.
Ef litið er nánar á ákvarðanir þær, sem hér hefir verið
gerð grein fyrir, má draga þýðingarmiklar ályktanir af þeim.
Sýrumagnið (pH). Tölur þær, sem tákna sýrumagnið,
leiða þegar í ljós jarðveg, sem, að einu sýnishorni undan-
teknu, er tekið var úr mólagi í 1,5 m dýpt (pH 3,2), er
að mestu leyti ósúr og stundum nálgast það að vera
»óvirkur« (neutral, pH 7,0). Þetta fyrirbrigði er gerólíkt
því, sem vant er að eiga sér stað í öðrum evrópiskum
jarðvegi úr kalda og kaldtempraða beltinu, því að hann
er að jafnaði töluvert súr í óræktarlandi. Til dæmis má
nefna, að hinar óræktuðu dönsku heiðar hafa sýrumagn,
er svara til pH 4 —4,54). ]arðvegurinn í greniskógum
1) Olof Tamm: Meddelanden frán „Stalens Slrogsförsöksanstalt".
Hafte 19. No. 4, bls. 385. Stockholm 1922. — Einnig Karl Lund-
blad: Ibidem. Háfte 21, No. 1, bls. 1. Stockholm 1924.
2) S. Tovborg Jensen: „Om Bestemmelse af Jordens Kulstof-
indhold ved Forbrænding i komprimeret 111 Tidskrift for Plante-
avl, 37. Bind, bls. 151. 1931. — Nokkrar ákvarðanir eftir Schollen-
berger-Tiurin aðferð (sjá síðar).
3) Carsten Olsen: „Om Kvælstofbestemmelse i Jord". Med-
delelser fra Carlsberg Laboratoriet, 17. Bind. 1927.
4) Fr. Weis: Fysiske og kemiske Undersögelser over danske
Hedejorder m. m.“. — Det kgl. Danske Videnskabernes Selskab"
Biologiske Meddelelser VII, 9. 1929 og X, 3. 1932.